Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 68

Morgunn - 01.12.1956, Page 68
146 MORGUNN Eftir um það bil eina mínútu sagði Jönsson: „Þér hafið skrifað: hve margir íbúar eru í Svíþjóð?“ Þar sem þetta var rétt, hugsaði ég að tilrauninni væri lok- ið, en Jönsson sat kyrr við hlið mér og bað mig að lána sér ritblý. Ég gerði svo og dró hann nú á blað, sem líkt var blaðinu, sem ég hafði skrifað spurningu mína á, fjórar hliðstæðar, paralellar, línur. Við sátum við borð, og á borð- inu var eini lampinn, sem lýsti herbergið. Jönsson bað mig að slökkva á lampanum, og var mér það auðvelt vegna þess að slökkvarinn sneri að mér. Meðan á þessu stóð, hafði ég, að beiðni Jönssons, bréfið, sem ég hafði skrifa'ö spurningu mína á, fjórum sinnum brotiö saman, í loJcaöri hendi minni, vinstri hendi. Eftir um það bil fimmtán sekúndur bað Jönsson mig að kveikja á lampanum aftur. Vitanlega gerði ég það. Þá bað hann mig að opna saman- brotna blaðið, sem ég hafði allan tímann haft í vandlega lokaðri hendi minni, og skoða það vel. Ég legg áherzlu á, að óhugsandi er, að Jönsson hafi get- að dáleitt mig og þann veg hafi ég misst vald yfir blað- inu í hendi mér þessar 15 sekúndur, því að sjálfur er ég svo þaulvanur dávaldur, að mig getur enginn dáleitt. Ég bið menn að taka eftir því, að ekki eitt augnablik hvarf mér samanbrotni seðillinn úr hendi. Þessvegna er krafta- verkið stórkostlegt, sem gerðist þarna í hótelherbergi mínu. Ég opnaði samanbrotna blaðið og á þaö var ritaö svariö: SJÖ MILLJÓNIR. Þetta var ritað með rithendi, sem allsendis ólík er rit- hendi Jönssons. Tvennt þykir mér merkilegast við þetta mál, sem út af fyrir sig er nægilega merkilegt, það, að svar við spurningu minni ritast á samanbrotið blað, sem ekki hverfur augnablik úr lokaðri hendi minni á meðan: 1. Orðin sjö milljónir, var ritað nákvæmlega með blý- inu í ritblýi mínu. Ég lít svo á, að þegar miðillinn fær lánað ritblý mitt og dregur með því strikin fjögur á blað fyrir framan sig, hafi blýið á blaðinu, fyrir miðilskraft

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.