Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 71

Morgunn - 01.12.1956, Side 71
MORGUNN 149 menna athygli. Ungur maður, fyrrv. liðsforingi í brezka sjóhernum, er sagður hafa endurlifað undir dáleiðslu- áhrifum fyrra líf sitt fyrir 150 árum. Amerísk húsfreyja er sögð hafa lýst fyrri fjarvist sinni á Irlandi fyrir 100— 150 árum, einnig undir dáleiðsluáhrifum. Frá fyrra atriðinu segir John Prebble í stórblaðinu Sunday Graphic,, en hann hefir verið að rannsaka þessi efni í 7 mánuði samfleytt. Hann segir, að læknir nokkur hafi dáleitt ungan mann. Þegar ungi maðurinn var orð- inn dáleiddur, lét læknirinn hann rekja líf sitt aftur að fæðingu, og bauð honum þvínæst að hverfa 150 ár aftur í tímann. Læknirinn spurði, hvað hann héti nú, og hann svaraði óðara: Matthew Jordan, — sem er alls ólíkt nafni því, sem ungi maðurinn ber nú. Þá var hann spurður, hvar hann væri nú staddur, og óðara sagðist hann vera í hest- húsi með börnum sínum. Hann talaði um að þau væru svöng, en þó hefði þeim verið gefinn nýr fiskur að borða. Hann kvað hesthúsið vera í Poplar, og að þar hefði hann, Matthew Jordan, unnið á búgarði, sem maður að nafni Kemp hefði verið eigandi að. Þegar hér var komið, var komin nokkur ókyrrð í unga liðsforingjann, svo að læknirinn vakti hann óðara af dá- svefninum. Nú var farið að grennslast eftir því í gömlum skjölum, hvoi-t unnt væri að fá staðfestingu á einhverju af þessu. Kom þá í ljós, að maður að nafni Benjamín Kemp haföi rekiö búgarö á East Marsh, Poplar á árunum 1770—1780. Annar ungur maður var síðan dáleiddur, skrifstofumað- ur, 35 ára gamall. 1 dásvefninum fullyrti hann, að hann héti Chris Haggerty, væri 35 ára gamall, og að ,,nú, í júní 1863“, væri hann stýrimaður á seglskipinu Orion, og að nafn skipstjórans væri Wainwright. Þetta var rannsakaö og kom í Ijós, aö áriö 1863 voru til 21p slcip, sem báru nafniö Orion, og á einu þeirra hét skip- stjórinn Wainwright.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.