Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 72

Morgunn - 01.12.1956, Page 72
150 MORGUNN Þriðja endurholdgunarmálið, sem nýlega hefir verið á dagskrá, má segja að byrjað hafi glæsilega en endað sem hálfgert hneykslismál. Það er hið víðkunna Bridey-Murp- hey-mál. Morey Bernstein er amerískur kaupsýslumaður og mikill áhugamaður um dáleiðslu. Hann dáleiddi konu eina unga í borginni, sem hann á heima í. Þegar hann hafði dáleitt hana, spurði hann hana um fyrri jarðvist hennar, og ekki stóð á svarinu. 1 dásvefninum lýsti konan sjálfri sér sem Bridey Murphey, fæddri í Cork á Irlandi árið 1798. Hún sagði frá mörgum atriðum í lífi sínu og kvaðst hafa andazt í Belfast á Írlandi árið 1864. 20 ára gömul kvaðst hún hafa gifzt lögfræðingnum Brian Mac- Carthy, sem síðar hefði verið kennari við Drottningar- háskólann í Belfast. Hún kvast hafa verið önnur í röðinni af börnum foreldra sinna. Duncans og Kathleens Murp- hey. Heimili þeirra hefði verið við Meadows rétt fyrir utan borgina Cork. Hún sagði að eiginmaður hennar og faðir hefðu báðir verið lögfræðingar. Hún kvaðst hafa andazt 66 ára gömul af mjaðmarbroti eftir að hafa dottið niður stiga. Hún kvaðst hafa dáið, meðan eiginmaður hennar, Brian MacCarthy, hefði verið í kirkju, og sagðist hafa sjálf verið viðstödd útför sína. Hún nefndi marga staði og smáþorp, sem hún kvaðst muna eftir „heima í írlandi". Hún lýsti ferð, sem hún kvaðst hafa farið í með föður sínum til strandarinnar við Antrim, sagði frá skólanum, sem hún hefði gengið í, kvað hann hafa verið í Crossing og hefði skólastjórinn heitið ungfrú Straynes. Hún talaði með írskum málhreim, sagði frá írskum söngvum og döns- um, nefndi grænmetissalann John Carrigan og kryddvöru- kaupmanninn Farr. Eftir að hr. Bernstein hafði dáleitt konuna mörgum sinnum og viðað að sér miklu efni úr því, sem hún sagði, tók hann að gera mjög ófullkomnar athuganir á sann- leiksgildi efnisins og gaf síðan út bók, sem seldist geysi-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.