Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Qupperneq 76

Morgunn - 01.12.1956, Qupperneq 76
154 MORGUNN var orðin þriggja ára gömul, brá svo kynlega við, að hún fór að neita að bera nafnið Shanti og staðhæfði, að hún héti Anned og væri gift klæðsalanum Ahmed Ludgi, sem ætti heima í bænum Muttra og væri múhameðstrúarmað- ur. Enginn vina eða ættingja litlu stúlkunnar kannaðist við bæinn Muttra, eða nafnið Ahmed Ludgi. Þegar Shanti litla var 7 ára gömul, þekkti hún vel bænir og helgisiði múhameðstrúarmanna, án þess unnt væri að gera sér grein fyrir, hvaðan barnið hefði þessa vitneskju, eða hver hefði veitt henni fræðslu um þetta. Nú urðu foreldrar hennar hræddir um, að hún væri and- setin, á valdi einhvers anda, og sneru sér til brahmina- prests og leituðu hjálpar. Hann réð þeim til að fara með litlu stúlkuna til Benares. Þar var hún um mánaðar skeið í rannsókn hjá fjórum læknum, sem störfuðu við háskól- ann. Það varð sannað, að hvorki litla stúlkan né foreldrar hennar höfðu nokkra hugmynd um, hvar bærinn Muttra er, eða höfðu nokkuru sinni haft samband við nokkurn mann frá Muttra. Enn fremur gengu þeir úr skugga um, að hvorki foreldrarnir né barnið þekktu nokkurn mann að nafni Ahmed Ludgi. Samt reyndist allt rétt, sem Shanti litla sagði. 1 þessum allstóra bæ, Muttra, sem byggður er múhameðstrúarmönnum, reyndist klæðasali, Ahmed Ludgi hafa rekið fyrirtæki í 30 ár. 28. okt. 1928 hafði hann misst konu sína, sem hafði heitið Anned. Svo furðulega nákvæm- ar reyndust upplýsingar Shanti litlu um þennan mann, að rétt reyndist það, sem hún sagði um eftirlætismatinn hans, og margt annað. Læknar, sálfræðingar og menn með kunn- áttu í sálarrannsóknum (parapsychologie) kynntu sér mál- ið og fengu mikinn áhuga fyrir þessu furðulega fyrirbæri. Og í Nýju Delhi kom mönnum saman um, að sækja klæð- salann í Muttra og fá hann til Nýju Delhi til að vita enn betur, hvað væri hér á ferðinni. Klæðsalinn kom nú til Nýju Delhi. Hann var látinn taka sér stöðu með fimmtán öðrum karlmönnum og fram fyrir þennan hóp var litla Shanti leidd. Hún hrópaði hátt: „Ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.