Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 9
MORGUNN
3
um er að gefast upp við að trúa á. Er þetta hættulegt
kirkjunni? Hverskonar kirkja er það? Það eru engin rök
gegn málinu, þótt einhverjir hafi farið með það út í bama-
skap og vitleysu. Því var lýst yfir í þessari deilu „í kóngs-
ins og laganna nafni“, að spíritistar væru ekki kristnir. Á
„ . þessu hefir lengi verið klifað, en þess hefði
mátt vænta, að þessi fjarstæða væri búin að
ganga sér til húðar. I hópi þeirra eru sjálfsagt misjafn-
lega vel kristnir menn. En meðal þeirra, sem verulegt mark
er takandi á, vekur þetta „heiðingjatal“ ekkert annað en
hlátur eða vorkunnsemi með hinum „trúuðu“. En það hefir
vissulega líka sína alvarlegu hlið, að gera hið eftirsóknar-
verða hnoss, að vera trúaður, að vandræðaheiti í hugum
góðra manna. Þeir eru fleiri en svertingjarnir í Afríku —
sem vikið er að á öðrum stað í þessu riti — sem búnir
eru að fá nóg af „hinum trúuðu“ og langar ekki í félags-
skap með þeim. Ég bið lesendur að gæta þess, að „trú-
aður“ er hér í gæsalöppum og hefir sína ákveðnu merk-
ingu, sem ekki mun þurfa að skýra frekar.
v, - Auðvitað óslcar maður þess að andstæð-
,, ,. mgurinn sjalfur vmm smum malstað
MorgunblaSina ýgagn Þessvegna er eklti ástæ8a m að
ónotast við grein, sem „s.a.m.“, skrifaði í Morgunblaðið,
eða Lesbók þess, 7. tbl. 1963. Ég minntist á þessa ritsmíð
við kunningja minn einn, sem ég hygg að ýmsu á sama
máli og þessi greinarhöf., og lét í ljós gleði mína yfir
greininni. „Já — svaraði hann — því miður“. Samt mun
ég' gera þessa grein lítillega að umræðuefni hér, vegna
þess, að hún túlkar þá kirkjuhugsjón, sem mjög bar á í
umræðunum í dagblöðunum í vetur. Höf. hóf mál sitt með
því að lýsa fögnuði yfir að nú yrðu prestskosningar af-
numdar og þar með „þurrkaður burt einn mesti ómenn-
ingarþáttur í lífi og starfi kirkjunnar".
Síðasta kirkjuþing samþykkti með naumum meirihluta,
að leggja til að almennar prestskosningar yrðu numdar úr
lögum. 1 umræðum á þinginu bar mjög á því, að menn