Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 57
MORGUNN 51
ritningu eru Guði lögð þessi orð í munn: Sjá, ég geri alla
hluti nýja!
Newton og eplið
Til er saga um það, að eitt sinn er Isaac Newton sá
epli detta til jarðar hafi honum í einu vetfangi orðið það
ljóst, að hér væri sami kraftur að verki og sá, sem héldi
himintunglunum á braut sinni. I framhaldi af þessari at-
hugun, kom hann síðar fram með kenningu sína um þyngd-
arlögmálið, sem hann varð heimsfrægur fyrir. Þannig
hafa vísindaleg afrek verið unnin af mönnum, sem skynj-
að hafa samhengið í tilverunni og skilja, að samband kann
að vera milli fyrirbrigða, sem í fljótu bragði kunna að
virðast óskyld. Hin minnstu fyrirbæri geta bent til stórra
staðreynda. I fyrstu útgáfunni af Encyclopædia Britannica
var t. d. fullyrt, að rafmagn mundi aldrei geta komið að
nokkru raunhæfu gagni. Það gæti aldrei orðið notað til
annars en loddarabragða til gamans. Þessi fullyrðing
hljómar einkennilega í eyrum nú.
En engu viturlegri eru fullyrðingar þeirra, sem skella
skolleyrunum við rannsókn svokallaðra „dularfullra fyrir-
brigða", af því að þau falla ekki inn í þá heimsmynd,
sem náttúruvísindin hafa gert sér um hríð, og telja þau
bábilju eina. Miklu nær hinu sanna mundi hitt, að þegar
þau hafa verið gaumgæfð til hlítar, yrðu menn mikils
til fróðari um heiminn eins og hann raunverulega er og
nær því að ráða gátu rúms og tíma. Þá mundu menn vita
meira um lífið og ódauðleikann.
Þeir sem takmarkaðan skilning hafa á andlegum efnum
undrast það mjög, ef í umræðum um trúmál er minnzt á
fleira en gamalkristna dogmatik. Öllu er þar hrært saman,
segja þeir: þjóðtrú, kristnum fræðum, guðspeki, fræðum
öndunga, indverskri hjátrú og íslenzkri, fyrirbærin ekki
flokkuð og greind, svikið og ósvikið hvað innan um annað.
Þetta getur nú litið vísindalega út í fljótu bragði, enda