Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 58

Morgunn - 01.06.1963, Page 58
52 MORGUNN mjög tíðkað af fræðimönnum að flokka ýmis fyrirbæri náttúrunnar til að reyna að átta sig betur á þeim. En á þessu stigi enda líka vísindin fyrir mörgum. Þeir horfa ráðalausir á flokkunina og gefast svo upp, reyna ekki að finna leyndardóminn á bak við. En það skiptir mestu máli í trúarbrögðum. Hvaða gagn er svo sem í því að flokka sundur heiðna miðla og kristna miðla? Vísindin byrja fyrst, er menn koma auga á, að það eru alveg sams konar fyrirbrigði, sem gerast hjá báðum. Enn meiri vís- indi væru það að gefa viðhlítandi skýringu á, af hverju þessi fyrirbrigði stafa, hvort þarna eru að verki einhver ókunn öfl í manninum eða utan við hann. Þetta er ekki hægt að gera nema með rannsóknum. En hvernig er unnt að framkvæma þær rannsóknir, ef þorri manna er hald- inn þeim hleypidómum, að rannsóknirnar séu óguðlegar, eða neitar því að óathuguðu máli, að fyrirbrigðin gerist, eða ætlar alveg að brjálast, þó ekki sé gert annað en minnzt á þetta mál blátt áfram? Enn eimir eftir af menn- ingaranda þeirrar aldar, sem brenndi Bruno, vegna þess að hann hélt því fram, að jörðin væri hnöttótt, og að til væri fleiri sólkerfi en það, sem jörðin tilheyrði. En þó að ösku hans væri dreift út í veður og vind, var það hann, sem vann sigur. Komast hrímþursar til himins? Svo segir í Gylfaginning, að upp á himininn mundu ganga hrímþursar, ef öllum væri fært á Bifröst, sem fara vilja. Margir staðir eru á liimni fagrir og þar er allt guðleg vörn fyrir. Tröllin hrapa af himinbrúnni. Hún er ekki fær öðrum en Einherjum, sem hraustlega höfðu barizt á jörð- inni. I þeirri trú, sem S. A. M. vill láta íslenzka presta kenna, er reyndar gert ráð fyrir, að allir menn hafi frá falli Adams fæðzt gerspilltir og guði fjandsamlegir með til- hneigingar til ills eins, enda fari þeir yfirleitt til helvítis

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.