Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 20

Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 20
14 MORGUNN nema alltof fáir, að afleiðingar allrar jarðlífsbreytni vorr- ar nái skilyrðislaust út yfir gröf og dauða, og að engum geti haldizt uppi með það, nema um tiltölulega stutta stund, að brjóta lögmál Guðs, troða fótum kenningu krist- indómsins og annarra hinna æðstu trúarbragða um daglega breytni, daglegt líf. Ég skil ekki að nokkur maður geti í alvöru verið í vafa um það, að ekkert getur vísað veg inn á leiðir farsældar, hamingju og friðar á jörðu, ef ekki sú sannfæring, að maðurinn verður skilyrðislaust að bera ábyrgð á breytni sinni, og að það er engan veginn eingöngu fagnaðarboðskapur, heldur einnig boðskapur, sem hefir sínar dimmu og alvarlegu hliðar, að lífið eftir dauðann er rökrétt áframhald af því, hvernig á jörðunni hefir verið lifað. Hvert getur hugsazt stórkostlegra viðfangsefni en að leiða að þessum sannindum rök og afla allra mögulegra sannana fyrir þessu, sannana, sem menn verða nauðugir viljugir að taka til greina? Þetta er hlutverk sálarrann- sóknanna. Að þessu hefir verið unnið síðan spíritisminn hóf göngu sína, og að þessu er geysiverk óunnið enn. Og að þessu er víða um lönd verið að vinna. Sálarrannsóknamennimir gömlu — sem nú eru kallaðir — leystu af hendi stórmerkilegt og stórþýðingarmikið starf, og með rannsóknum sínum á miðilsgáfunni leiddu þeir í ljós þýðingarmiklar staðreyndir. Svo þýðingarmikl- ar, að nokkurir frægustu vísindamenn 19. og 20. aldar, eins og fyrst og fremst Sir Oliver Lodge, lýstu yfir því, að fyrir framhaldslífi mannssálarinnar væru fengnar svo traustar sannanir, að ekki lægi lengur vafi á. En tímar hafa breytzt. Ný viðhorf hafa komið fram, einkum fyrir ýmsar uppgötvanir sálarfræðinnar. Fyrstu sálarrann- sóknamennirnir beittu sér mjög að því, að leiða í ljós og fá viðurkennd fjarhrifin, telepatíuna, sem ómótmælanlega staðreynd. Efnishyggjuvísindin veittu allt það viðnám, er þau máttu, og töldu fjarhrifin bábilju eina, óhugsandi væri að hugsun gæti borizt frá einni mannssál til annarrar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.