Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 10
4
MORGUNN
óskuðu þessarar breytingar vegna prestanna. Menn litu
svo á, að ef veitingarvaldið yrði algerlega tekið af söfn-
uðunum og helzt lagt í hendur biskups eins, ættu prest-
amir meiri von um tilfærslur milli prestakalla, og þvi
væri þetta miskunnarverk við klerkastéttina. Fyrir þá
væri sjálfsagt að færa þá fóm, að söfnuðir yrðu sviptir
rétti til að kjósa þann prest, sem hugur þeirra stæði
helzt til. Mönnum þótti sumum þetta mannúðarverk við
presta í afskekktum prestaköllum, og hver vill ekki vinna
mannúðarverk ? En hér liggur annað að baki, sem margir
. átta sig ekki á. í lúterskum kirkjum hefir
er a ír ja ^ síðari árum verið harðlega unnið að
nýrri — og þó gamalli — kirkjuhugsjón. Ýmsir virðast
trúaðir á það, að til þess að afla kirkjunni aftur áhrifa,
sem öllum kemur saman um að hún hafi misst, sé væn-
legt ráð, að efla til vegs klerkakirkju, þar sem söfnuðirnir
séu sem áhrifaminnstir um stefnu og kenningu kirkjunn-
ar, en völdin séu lögð í hendur fárra, helzt þeirra, sem
kirkjulegum embættum gegna. Að því hnígur sú mikla
áherzla, sem þessir menn vilja leggja á embætti kirkj-
unnar og áhrifavald þeirra. Vitanlega eru þeir menn til,
sem fullnægju finna í slíkri kirkju, en hætt er við því,
að slík kirkja einangrist frá miklum þorra íslendinga.
Að skoðun margra, sem þessa kirkjuhugsjón aðhyllast,
er fráleitt að söfnuðir megi með almennum kosningar-
rétti hafa áhrif á skipun í prestsembætti. Slíkt er and-
stætt hugsjón klerkaveldiskirkjunnar. Hvert stefna skal,
var auðsætt af blaðagrein, sem hér var minnzt stuttlega
__ . . , . á. Þar var því fagnað — og sýnist þó
Kenmngafrelsi . . .* ,,, , ... * *
hafa venð otimabær fognuður, — að
kosningarétturinn væri tekinn af safn-
aðarfólkinu, og jafnframt var krafizt þess, að prestar væru
tafarlaust reknir úr embættum, ef þeir leyfðu sér að
leita eftir sönnunargögnum fyrir því að menn lifi líkams-
dauðann. Er þetta það, sem koma skal, að almenningur
verði sviptur rétti til kosninga presta og prestarnir sviptir