Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 21
MORGUNN 15 þar sem engin sál væri til. Nú er svo komið að kalla má, að fjarhrifin eru að ná allsherjarviðurkenningu. En þá eru þau notuð til þess að skýra hin hugrænu miðlafyrir- bæri, og allt, sem fram kemur af því tagi hjá miðlum og tjáist vera frá framliðnum mönnum komið, er talið vera fjarhrif, flutningur hugsana milli jarðneskra manna, eða þá myndir af minningum hins liðna, sem geymist í loftinu, og skyggnihæfileikinn geti gripið. Þessum mótbárum verða sálarrannsóknamenn í dag að kunna að mæta. Og eins og um langt skeið hefir verið gert, er af alúð og alvöru leitað þeirra hugrænna miðla- fyrirbæra, sem útiloka tilgátuna um hugsanaflutning milli lifandi manna. Mörg slík fyrirbæri hafa tvímælalaust verið vottfest. Þau gerast í öllum löndum, og á þeim hvílir sú skýring spíritista, að sum miðlafyrirbæri verði á engan annan hátt skýrð en svo, að framliðnir menn standi á bak við þau og hafi þannig sannað, að þeir lifa þótt látnir séu. Mér er auðvitað ekki unnt í stuttu máli að rekja allar mótbárur gegn þeirri skýringartilgátu, að látnir menn standi á bak við sum miðlafyrirbærin, enda hefir þrásinnis að þeim verið vikið á félagsfundum vorum og í Morgni. En ég er að tala um það, hvernig spíritisminn stendur í dag meðal vor, hvernig vér höldum á þessu málefni, og mun ég nú frekar víkja að því. Um skeið hafa verið háðar í blöðunum deilur um spírit- ismann og sannleiksgildi hans, og mjög verið bornar á það brigður. Því miður verður ekki annað sagt en það, að sumt af því, sem til niðrunar og andmæla málefninu hefir komið fram á við rök að styðjast. Með vaxandi áhyggjum hefi ég fylgzt með því, hve menn blanda fáránlegum fullyrð- ingum og barnalegri auðtrú inn í málið. Lélegasta tegund spíritismans lætur hér á sér bæra, hvað eftir annað. 1 jólaviðtali við biskup landsins vék hann að þessum efnum og á þann hátt, að mörgum þótti stórlega miður. Að til sé hér á meðal vor — væntanlega ekki í þessu félagi, en meðal þeirra sem teljast vera spíritistar — þessi teg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.