Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 50

Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 50
44 MORGUNN Hugsunarvilla númer 1. Sú er hans fyrsta hugsunarvilla (og ltoma margar á eftir), að hann telur sig engan áhuga hafa fyrir að troða skoðunum sínum upp á mig eða aðra. Þetta stenzt ekki. Ef svo væri, færi hann ekki að stökkva með þessa fávizku sína í blöð, heldur geymdi hana þar sem betur hæfði í fylgsnum sálar sinnar. Auðvitað ætlast hann til, að mark verði á sér tekið, en ekki litið á orð hans eins og ábyrgð- arlaust gaspur. Gæta verður hann líka þess, að það voru ekki aðeins skoðanir, sem hann lét í ljós. Hann bar fram ósvífnar og ástæðulausar sakir á hendur íslenzkri presta- stétt og krafðist þess, að prestar yrðu sviptir hempunni. Sjálfur kveinkar hann sér undan, að þessum firrum skuli hafa verið svarað. Hann virðist ímynda sér, að sjálfur eigi hann einkarétt á að ganga forugum fótum yfir embættis- heiður íslenzkra presta, en þeir mega helzt ekki opna sinn munn, til að bera af sér óhróðurinn. Og þegar honum er sýnt fram á, að ásakanir hans eru byggðar á einskærri vanþekkingu, hefur hann ekki mannrænu til að biðjast hreinlega afsökunar, heldur gerir hlut sinn enn verri með málrófi, sem engin heil brú er í. Sjálfs sín vegna geta íslenzkir prestar svo sem látið þennan rógburð eins og vind um eyru þjóta, en það er ekki hægt málefnisins vegna. Þegar Sókrates og Jesús voru ákærðir fyrir að af- vegaleiða lýðinn svöruðu þeir fyrir sig. Ákærendur, sem á ýmsum tímum hafa hamast gegn víðsýni í andlegum efnum, hafa sjaldan fengið gott eftirmæli. Klassískt dæmi um það er dómur sá um Faríseana, sem ég benti S. A. M. á í fyrri grein minni, í von um að verða mætti honum til viðvörunar. Er bókstafurinn form? Eins og sýnt hefur verið fram á hér á undan, skilur S. A. M. ekki sjálfan sig, og er þá ekki þess að vænta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.