Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 22
16 MORGUNN und spíritisma, er vafalaust. Menn segja í dagblöðum með feiknarlegri, innfjálgri alvöru — frá miðilsfundum, sem þeir hafa setið og finnst hið mesta til um, en lýsa litlu öðru en trúgirni og dómgreindarleysi þeirra, sem þessar samkomur hafa setið. Heilt ræðusafn á að hafa komið fram frá mesta predikara þjóðarinnar á þessari öld, og þótt lengra væri aftur í tímann farið, og þessu trúað af einhverjum, væntanlega fáum, þótt engan svip beri af ræðumennsku þessa mikilhæfa gáfumanns í lifanda lífi og sé honum ósamboðið með öllu, hvort sem mælikvarði vits- munanna eða mælskunnar er á þessi skrif lagður. Bók kem- ur út á prent, og á að geyma ræður og fræðslu frá látnum mikilmennum. Auðvitað nálgast engin af þessum orðsend- ingum og ræðum það, að bera nokkurt svipmót af þeim merku mönnum, sem þær eiga að vera frá. Auðvitað er þetta allt á langsamlega miklu ómerkilegra stigi, vitsmuna- lega og andlega, en minningu þessara manna er samboðið, og í rauninni ósæmilegt að kenna slík skrif við nöfn þeirra. Samt kemst slík bók á prent og er sennilega keypt af ein- hverjum hópi manna. Er það furða, þótt málefnið verði fyrir aðkasti þeirra, sem vilja troða það niður? Er nokkuð að undra, þótt til þessara óhrjálegu staðreynda sé vitnað, ef sýna skal skuggahliðarnar á spíritismanum ? Auðvitað er ósæmilegt með öllu og ósanngjarnt að dæma málið allt út frá þessum skuggahliðum. En það er gert, og margir láta við það sitja, að kynnast þessum hliðum málefnisins. Vitanlega er það ekkert einsdæmi um spíritismann, að heimskir menn fara með hann út í ógöngur. Ég veit ekkert svo ágætt málefni til, að menn hafi ekki misboðið því og farið um það óhreinum höndum. Ég tel ekkert helgara málefni hafa verið mönnum gefið en kristindómurinn er. Hvernig hefir verið farið með hann? Sú saga er ljót. Grandvarir menn dæma auðvitað ekki kristindóminn út frá hörmulegum mistökum og hörmulegri meðferð lélegra manna. Slíkt væri ósæmilegt. Og þannig á að sjálfsögðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.