Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 22

Morgunn - 01.06.1963, Page 22
16 MORGUNN und spíritisma, er vafalaust. Menn segja í dagblöðum með feiknarlegri, innfjálgri alvöru — frá miðilsfundum, sem þeir hafa setið og finnst hið mesta til um, en lýsa litlu öðru en trúgirni og dómgreindarleysi þeirra, sem þessar samkomur hafa setið. Heilt ræðusafn á að hafa komið fram frá mesta predikara þjóðarinnar á þessari öld, og þótt lengra væri aftur í tímann farið, og þessu trúað af einhverjum, væntanlega fáum, þótt engan svip beri af ræðumennsku þessa mikilhæfa gáfumanns í lifanda lífi og sé honum ósamboðið með öllu, hvort sem mælikvarði vits- munanna eða mælskunnar er á þessi skrif lagður. Bók kem- ur út á prent, og á að geyma ræður og fræðslu frá látnum mikilmennum. Auðvitað nálgast engin af þessum orðsend- ingum og ræðum það, að bera nokkurt svipmót af þeim merku mönnum, sem þær eiga að vera frá. Auðvitað er þetta allt á langsamlega miklu ómerkilegra stigi, vitsmuna- lega og andlega, en minningu þessara manna er samboðið, og í rauninni ósæmilegt að kenna slík skrif við nöfn þeirra. Samt kemst slík bók á prent og er sennilega keypt af ein- hverjum hópi manna. Er það furða, þótt málefnið verði fyrir aðkasti þeirra, sem vilja troða það niður? Er nokkuð að undra, þótt til þessara óhrjálegu staðreynda sé vitnað, ef sýna skal skuggahliðarnar á spíritismanum ? Auðvitað er ósæmilegt með öllu og ósanngjarnt að dæma málið allt út frá þessum skuggahliðum. En það er gert, og margir láta við það sitja, að kynnast þessum hliðum málefnisins. Vitanlega er það ekkert einsdæmi um spíritismann, að heimskir menn fara með hann út í ógöngur. Ég veit ekkert svo ágætt málefni til, að menn hafi ekki misboðið því og farið um það óhreinum höndum. Ég tel ekkert helgara málefni hafa verið mönnum gefið en kristindómurinn er. Hvernig hefir verið farið með hann? Sú saga er ljót. Grandvarir menn dæma auðvitað ekki kristindóminn út frá hörmulegum mistökum og hörmulegri meðferð lélegra manna. Slíkt væri ósæmilegt. Og þannig á að sjálfsögðu

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.