Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 40
34
MORGUNN
Bóka- og blaða-sannanir
Sumar bóka- og blaða-sannanir, sem fengizt hafa fyrir
miðilsgáfu frú O. Leonards, gátu ekki komið frá nokkurs
jarðnesks manns huga. Stjómandi hennar, Feda, benti
fundarmönnum þrásinnis á bók, sem heima hjá þeim væri,
sagði nákvæmlega, hvar bókin væri og hvað stæði á tiltek-
inni blaðsíðu bókarinnar. Oft var einmitt það lesmál, sem
hún sagði til um, mikið áhugamál þess látna manns, sem
með þessu móti virtist vera að reyna að færa sönnur á, að
þetta væri raunverulega hann. 1 nokkurum tilfellum slík-
um hafði hvorki miðillinn né nokkur viðstaddur nokk-
uru sinni lesið þessa bók eða opnað hana. Ég ætla að vitna
hér í ummæli tveggja fyllilega dómbærra manna um þetta.
Prófessor Gardner Murphy skrifar: „1 sumum tilfellum,
þegar tekizt hefir hvað bezt, og bókina hafði hvorki mið-
illinn né nokkur fundargesta lesið, sýnist útilokað að um
fjarhrif milli íifandi manna sé að ræða . . .“. Séra Drayton
Thomas segir: „Hér renna saman í tilrauninni tveir
straumar þekkingar á þann hátt, að útilokar hina venju-
legu, algengu tilgátu, að fjarhrif milli tveggja lifandi
manna séu hér að verki“.
Um blaðasannanimar segir próf. Murphy: „Hér er
forspáin líka komin til skjalanna, því að stundum var það
sagt fyrir í miðilssambandinu, hvað koma mundi á ákveð-
inni síðu dagblaðs á næsta degi . . .“
Nú hafa tilraunir sannað, að vissir menn eru þeim
hæfileika gæddir, að geta séð fyrir hið ókomna. Þess
vegna getur á hvorutveggja verið möguleiki, að annað-
hvort sé að verki, spádómsgáfa frú Leonards eða fram-
liðnir menn.
Hið merkilegasta við tilraunir þær, sem með frú Leon-
ard voru gerðar, var það, hve bókarkaflinn, sem á var
bent að lesa, lýsti vel þeim látnu mönnum, sem tjáðust
standa á bak við tilraunimar.
Efnishyggjumenn fullyrða, að mannshugurinn sé fram-