Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 43
MORGUNN
37
sálaði hafði greitt þessa skuld, og ég mundi hve mikla á-
herzlu hann hafði lagt á að greiða hana skömmu áður
en styrjöldin hófst. Honum fannst það varða sæmd sína
að greiða skuldina. Ég skrifaði um hæl og sagði, að skuldin
hefði verið greidd fyrir 10 árum. En fyrirtækið í Hamborg
staðhæfði, að sér hefði aldrei borizt greiðslan og þar sem
ég hefði við ekkert að styðjast annað en minni mitt, yrði
mál höfðað gegn mér. Þá minntist ég skyndilega orðsend-
inganna frá drengnum mínum í gegn um frú Leonard.
Ég flýtti mér að leita að ávísanaheftinu og fann það,
einmitt plaggið, sem sannaði að skuldin hafði verið greidd.
Ég þarf ekki að segja frekar frá því, að með þessu var
niálið leyst. Ég var beðin afsökunar á þeirri fyrirhöfn, sem
mér hefði verið bökuð . . . .“
Frú Dawson Smith lítur á þetta sem forspá, er hafi
í’ætzt. I transi frú Leonards er þarna sagt til um plagg,
sem finnst að furðulegum leiðum fjórum árum fyrr en
þurfti að nota það.
Hver gat verið hér að verki annar en sonurinn látni,
sem vissi um þetta og vildi afstýra því, að móðir hans
yrði krafin um skuld, sem hann var sjálfur búinn að
greiða áður en hann dó? Er forspáin eingöngu hæfileiki
lifandi manna? Er síður hugsanlegt að látnir menn séu
þessum hæfileika gæddir? Er það ekki miklu sennilegra,
að látni sonurinn hafi borið þessa umhyggju fyrir móð-
ur sinni, en yfirvitund eða dulvitund frú Leonards?
Drengurinn og eitraða lindin
Séra Drayton Thomas sat marga miðilsfundi með frú
Leonard fyrir hönd fjölskyldu einnar, sem bar nafnið
Newlove. Þetta fólk hafði beðið hann að reyna að leita
sannana frá litla drengnum þeirra, Bobby, sem var lát-
mm Fjöldi sannanagagna kom fram á þessum fundum,
sem hvorki miðillinn né presturinn gátu haft nokkra
vitneskju um. Þó var ein sönnunin fyrir það merkust,
L