Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 56
50
MORGUNN
himins. Sagan um tómu gröfina á að styðja þessa hug-
mynd og sagan um, að Jesús hafi látið lærisveina sína
þreifa á naglaförunum í lófum sér, neytt máltíðar með
þeim og svo framvegis. Þessar sagnir eru þó bæði rugl-
ingslegar og mótsagnakenndar, þar sem jafnframt er frá
því skýrt, að Jesús hafi gengið inn um læstar dyr, birzt
þeim og horfið skyndilega. En það er í samræmi við
þessa seinni hugmynd, sem „postullega“ trúarjátningin
tók upp orðalagið: upprisa holdsins.
Það er efalaust þessi síðari hugmynd, sem S. A. M. trú-
ir, svo illa sem honum er við andana, og er það hin ein-
stæða sérkristilega kenning, sem hann telur að ekki megi
víkja frá. En gallinn á henni er bara sá, að enginn nú-
tímamaður, sem nokkuð hugsar, getur trúað henni. Það
jarðneska Messíasarríki, sem menn héldu að væri að
hefjast, þegar þessar hugmyndir urðu til, kom ekki. Jesús
kom heldur ekki í skýjum himinsins með tíu þúsund engla
næstu daga eins og haldið var. Hvað getur maður þá hugs-
að sér að yrði um hinn jarðneska líkama hans? Trúar-
játningin segir, að hann stigi upp til himins. Svona gátu
menn trúað fyrir þúsundum ára, þegar menn héldu að him-
ininn væri bara nokkur hundruð faðma fyrir ofan jörð-
ina. En ef menn tryðu nú á slíkt efnislegt himnaríki, yrði
að leita þess mörg ljósár úti í geimnum. Mundi nokkur
jarðneskur líkami þola slíkt ferðalag óvarinn fyrir frosti
og bruna, matarlaus og súrefnislaus, í heljarauðnum Ginn-
ungagaps? Og þó að bjarga ætti málinu við með því að
líta á þetta sem eitthvert stórkostlegt kraftaverk, sem
enginn skildi, þá sýndist það vera ástæðulaust kraftaverk.
Kenning Páls um dýrðarlíkamann er miklu aðgengilegri.
Hver mundi kæra sig um, sem sálaðist gamall og hrum-
ur, að ganga þannig aftur? Römmustu draugasögur vor-
ar segja að vísu frá slíkum afturgöngum, en fáir nú til
dags nema þá S. A. M. mundu byggja vonir sínar um
framlíf á slíkum hugmyndum. Forfeður vorir trúðu því,
að jafnvel goðin köstuðu ellibelg öðru hverju. Og í Heilagri