Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 72
66
MORGUNN
Hér er ekki um eina samstillta hreyfingu að ræða,
heldur fleiri trúfélög, sem starfa sjálfstætt. Sumum trú-
félaganna hefir þegar tekizt að ná nokkrum pólitískum
áhrifum. Einu þeirra hefir tekizt að fá allmarga for-
ystumenn sína kjörna á þing Japana. Þeir mynda ekki
sérstakan stjórnmálaflokk. Þeir eru meðlimir þingflokk-
anna, sem fyrir eru á þingi, en hafa ákveðið samband
sín á milli um þjóðmál, einkum atvinnu- og menningar-
mál.
Hver er ástæða þess, að trúfélög hafa komið upp og
náð mikilli útbreiðslu? Þessi nýju trúarfélög standaföst-
um fótum í gömlum japönskum trúararfi, eins og hann
lifir í hinum 13 deildum Shintoátrúnaðarins og 56 gömlum
deildum hins japanska Búddhadóms. En hin nýju trúfélög
fæddust eftir síðari heimsstyrjöldina, og H. Thomsen
bendir á þrjár megin orsakir:
1. Ósigur Japana í styrjaldarlokin, raunar hinn fyrsti
í sögu þeirra, hin óskaplegu vandamál, sem þá komu
upp, eyðileggingin í landinu eftir loftárásirnar, hungur
og fátækt almennings og fjármálaöngþveitið, allt skap-
aði þetta nýjan jarðveg fyrir ný trúarbrögð, og ekki
sízt skapaði sú staðreynd þörf fyrir nýja trú, að með
hruni keisaradýrkunarinnar hrundu meginstoðir hins
forna, þjóðlega átrúnaðar í Japan, Shinto, en ríkur þátt-
ur þess átrúnaðar var einmitt keisaradýrkunin.
Maðurinn lifir ekki án átrúnaðar, og þegar hin gömlu
trúarbrögð, sem þjóðin hafði lifað á um aldir og ár-
þúsundir, misstu áhrifavald yfir hugum fólksins og
stoðir þeirra brustu, kallaði trúarþörfin á nýja trú. Og
nú aðhyllist fimmti hluti þjóðarinnar hin nýju trúar-
brögð.
Til að skapa þau og finna svölun trúarþörfinni, leit-
uðu Japanir ekki til kristindómsins, þótt öflugt kristni-
boð hafi um langan aldur verið rekið í Japan. Menn