Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 32
26
MORGUNN
koma og heilsa honum, en samt sá hann frú R. öðruhvoru
ganga hægt innan um mannfjöldann í móttökusalnum.
Hann sá hana koma inn vinstra megin og sá andlit hennar
allt greinilega, þar sem hún stóð um það bil 20 fet frá
honum. En hún kom ekki til að heilsa honum. Hann bjóst
við því, að hún væri enn í mannfjöldanum og myndi áreið-
anlega koma til hans, og hann varð vonsvikinn. þegar
móttökuveizlan leið án þess að hún kæmi til að heilsa
honum.
Þegar Mark Twain kom í fyrirlestrarsalinn um kveldið,
var honum sagt, að einhver biði hans frammi í biðherberg-
inu. Mark Twain fór þangað og óðara sá hann þar frú
R. með um það bil tíu öðrum konum. Hún var nákvæmlega
eins klædd og hún hafði verið í móttökuveizlunni þennan
dag. „Ég þekkti yður óðara og ég sá yður við móttökuat-
höfnina í dag — sagði hann við hana — og þér voruð eins
klæddar þá og nú. Og þegar mér var sagt, að einhver biði
mín hér í biðherberginu, sá ég óðara fyrir mér mynd vðar,
klæðnað yðar og allt eins og ég sá yður í dag.“
En frú R. hafði alls ekki verið í móttökuveizlunni. Þá
hafði hún verið í járnbrautarlest á leiðinni til Montreal,
þar sem hún vissi, að hún mundi hitta hann. En samt sýn-
ist hér hafa verið nokkuð annað á ferðinni en fjarhrif
ein. öllu nær virðist að álykta svo, sem hér hafi verið um
sálfarir að ræða, að frú R. hafi beinlínis farið úr líkam-
anum og í veizlusalinn, þar sem skáldið sá hana. Enda bar
margt það fyrir Mark Twain, sem sýnir, að hann var sál-
rænum gáfum gæddur.
Úr tímaritinu Tomorrow, 1962, 2. h.