Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 44
38
MORGUNN
að hún leiddi í ljós mál, sem engum lifandi manni var
kunnugt um. „Bobby litli“ talaði í miðilssambandinu
um vatnsrör, sem hann og leikfélagi hans einn höfðu
leikið sér í námunda við. Upplýsingar um það voru gefn-
ar, hvar þessi vatnsrör lægju. Það var því næst sagt,
að banamein sitt hefði Bobby fengið af eitruðu vatni,
sem úr þessum rörum hefði runnið.
Newlovefjölskyldan vissi ekkert um þessi vatnsrör og
furðaði sig mjög á þessum skilaboðum, sem tjáðust koma
frá drengnum. En fólkið leitaði eftir tilvísaninni, og
rörin fundust. Þá var læknir látinn rannsaka vatnið, sem
úr þeim rann, og hann fann eitrið í vatninu.
Þá var leikfélagi Bobbýs, litli Jack, aðspurður. Hann
kannaðist óðara við að hafa leikið sér með Bobby við
vatnið.
Nú kann einhver að segja, að þessi vitneskja hefði
borizt inn í vitund frú Leonards sem fjarhrif frá Jack.
En þá er þess að gæta, að Jack litli vissi alls ekki fremur
en aðrir að vatnið var eitrað.
Graham-málið fyrir rétti
Frú Dowden var kunnur miðill, sem þrásinnis hefir
verið getið í Morgni. Við tilraunir sínar notaði hún tíð-
um svokallað stafaborð: Á pappaspjaldi, sem á var prent-
að stafrófið, var vísir, sem rann eftir spjaldinu, þegar
miðill studdi á hann fingri, og vísirinn benti á stafi, sem
síðan mynduðu orð. Miðillinn hafði oft vandlega bundið
fyrir augun, en aðstoðarmaður las orðin eins og vísirinn
benti til.
Mál var fyrir rétti og heitið hafði verið ríflegri fjár-
hæð, 250 pundum, hverjum þeim, sem upplýst gæti það
sem réttinn vantaði að vita um dánardægur og grafstæði
manns, sem látizt hafði fyrir 100 árum og við nefnum
Arthur Graham. Menn vissu sem sagt hvorki dánarár
hans, né hvar hann hefði verið grafinn. Úrslit málsins