Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Síða 44

Morgunn - 01.06.1963, Síða 44
38 MORGUNN að hún leiddi í ljós mál, sem engum lifandi manni var kunnugt um. „Bobby litli“ talaði í miðilssambandinu um vatnsrör, sem hann og leikfélagi hans einn höfðu leikið sér í námunda við. Upplýsingar um það voru gefn- ar, hvar þessi vatnsrör lægju. Það var því næst sagt, að banamein sitt hefði Bobby fengið af eitruðu vatni, sem úr þessum rörum hefði runnið. Newlovefjölskyldan vissi ekkert um þessi vatnsrör og furðaði sig mjög á þessum skilaboðum, sem tjáðust koma frá drengnum. En fólkið leitaði eftir tilvísaninni, og rörin fundust. Þá var læknir látinn rannsaka vatnið, sem úr þeim rann, og hann fann eitrið í vatninu. Þá var leikfélagi Bobbýs, litli Jack, aðspurður. Hann kannaðist óðara við að hafa leikið sér með Bobby við vatnið. Nú kann einhver að segja, að þessi vitneskja hefði borizt inn í vitund frú Leonards sem fjarhrif frá Jack. En þá er þess að gæta, að Jack litli vissi alls ekki fremur en aðrir að vatnið var eitrað. Graham-málið fyrir rétti Frú Dowden var kunnur miðill, sem þrásinnis hefir verið getið í Morgni. Við tilraunir sínar notaði hún tíð- um svokallað stafaborð: Á pappaspjaldi, sem á var prent- að stafrófið, var vísir, sem rann eftir spjaldinu, þegar miðill studdi á hann fingri, og vísirinn benti á stafi, sem síðan mynduðu orð. Miðillinn hafði oft vandlega bundið fyrir augun, en aðstoðarmaður las orðin eins og vísirinn benti til. Mál var fyrir rétti og heitið hafði verið ríflegri fjár- hæð, 250 pundum, hverjum þeim, sem upplýst gæti það sem réttinn vantaði að vita um dánardægur og grafstæði manns, sem látizt hafði fyrir 100 árum og við nefnum Arthur Graham. Menn vissu sem sagt hvorki dánarár hans, né hvar hann hefði verið grafinn. Úrslit málsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.