Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 79
MORGUNN
73
undanfarið, en væntanlega allt árið í stað vetrarmánuð-
ina eingöngu. Bókasafn félagsins verður þá opið til út-
lána á sama tíma, eins og verið hefur. Sími skrifstof-
unnar er 1 81 30, og hefur Helgi Vigfússon, sem sæti á
í fulltrúaráði félagsins, verðið ráðinn til þess að annast
afgreiðslu Morguns framvegis, og ,mun hann jafnan
verða til viðtals á skrifstofu félagsins á ofangreindum
tíma, og ef til vill oftar, ef ástæða þykir til.
Félagsmenn og áskrifendur Morguns eru vinsamlega
beðnir að láta hann vita ef breyting verður á heimilis-
fangi þeirra. Undanfarin ár hafa ýmsir fallið af skrá
af þeirri ástæðu, að þeir hafa ekki tilkynnt skrifstof-
unni, er þeir hafa flutt búferlum, þannig að bréf til
þeirra hafa verið endursend skrifstofunni, án þess að
nokkrar upplýsingar hafi fylgt um hið nýja heimilis-
fang. Síðar hafa menn svo kvartað yfir því, að hafa
ekki fengið fundarboð eða aðrar tilkynningar frá félag-
inu, útgáfubækur þess, eða tímaritið, telja sig vera fé-
lagsmenn eða áskrifendur Morguns, en athuga ekki að
þeir hafa aldrei látið skrifstofuna vita um að þeir hafi
breytt um heimilisfang. Ennfremur hefur mönnum
stundum af vangá láðst að innleysa póstkröfur, sem
þeim hafa verið sendar með útgáfubókum félagsins, og
hafa þá fallið af félagaskrá af þeim ástæðum, án þess
að þeir hafi viljað hætta að vera félagsmenn.
Ætlunin er sú, að leita allra tækja til þess að efla
Morgunn, bæði að nýjum áskriftum og eins með því að
gera ritið fjölbryttara, fjölþættara á þann hátt að láta
ritið að staðaldri taka til meðferðar mál, sem lítt hefur
verið hreyft í ritinu áður. í því sambandi vill ritstjór-
inn taka þa fram að eins og horfir um stefnur innan
íslenzku kirkjunnar, leikur ýmsum og sennilega mörg-
um kaupenda Morguns hugur á því, að Sálarrannsókna-
félagið og þá einkum málgagn þess, taki upp merki
frjálslyndis og frjálsra rannsókna, en það merki hefir
mjög fallið á síðustu árum.