Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 33
Það, sem enginn jarðneskur
maður vissi
★
Einrt víðkunnasti miðill, sem nú er uppi, er Geraldine
Cummins, sem Morgunn hefir margsinnis getið. Hún er
gáfukona og þaulkunnug bæði sálarrannsóknunum, eins og
beztu menn hafa rekið þær, og rannsóknum þeim, sem nú
eru reknar á margskonar sálrænum fyrirbærum undir
nafninu ,,parapsychologie“.
Fyrir fáum árum kom út bókin: Mind in Life and Death,
eftir G. Cummins. Þar ritar hún bæði um sálræna reynslu
sína og annarra þeirra, sem öruggast er að vitna til. Einn
kaflinn í þeirri bók fjallar um þau fyrirbæri, sem bezt
hafa þótt sanna eða sterkastar líkur leiða að framhalds-
lífi. Sá kafli fer hér á eftir í íslenzkri þýðingu.
*
Vér vitum mjög lítið með vissu um, hve langt yfirvenju-
legir hæfileikar manna ná. Þetta verðum vér að hafa með
auðmýkt í huga, ekki sízt þegar meta skal þær miðlaorð-
sendingar, sem virðast fjalla um efni, sem engum jarð-
neskum manni voru kunn. Ég mun nú draga fram nokkur
dæmi slík. Aðeins eitt þeirra f jallar um forspá.
Áður en vér athugum þau skulum vér hafa það í huga,
að það hefir fyrir löngu verið viðurkennt, að á f jarhrifum
er ekki hægt að gefa skynsamlega skýringu að leiðum
efnisvísindanna. Og ennfremur það, að yfirvitund manns-
ins er ekki bundin við ákveðinn stað í rúminu, ekki háð
fjarlægðum þess ....
Vér vitum mjög lítið um, með hverjum hætti fjarhrifin