Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 16

Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 16
10 MORGUNN „Nú fer ég glaður heim“ mörgum körskum manni hafa á kné komið. Hann hafði verið auðugur maður en var að verða öreigi, hniginn að aldri og heilsulaus. Hann hafði átt stóran hóp mannvæn- legra bama, en þau voru öll dáin. Og mikilhæfa konu sína var hann búinn að missa. Af þessum manni virtist varla hægt að taka meira en tekið var. Sama daginn og síðasta barnið hans, vel gefin dóttir og bústýra hans, var jarðsungin var haldinn sýslu- nefndarfundur í Bolungarvík. Hann bauð fundarmönnum öllum til borðhalds hjá sér um kveldið, eins og engin sorg væri í húsi hans. Prestur einn úr hér- aðinu var meðal gesta og hann ávarpaði hinn gamla höfð- ingja yfir borðum viðkvæmum orðum, sem Pétri Oddssyni gazt ekki að. Þá sagði hann: „Hvað eruð þér að segja, prestur minn? Guð hefir kallað alla, sem ég unni mest, til betri bústaða, og nú fer ég sjálfur glaður heim, — heim til þeirra.“ Borðgestir Péturs Oddssonar litu með með- aumkun til prestsins en með virðingu til hins aldna höfð- ingsmanns, sem horfði öruggur og glaður fram á veginn, öllum nánustu ástvinum sviptur, — og veraldarauðurinn var farinn. Hafði spíritisminn ekkert gert fyrir þennan mann? Pétur Oddsson var ekki kirkjutrúarmaður í venju- legum skilningi. Og hann var ekki kirkjurækinn. En hin spíritiska sannfæring hafði gefið honum þetta glaða ör- yggi.þessar fullkomnu sættir við Guð, þessa djúpu rósemi. Er þetta óæskilegur kristindómur? Þá væri vel, ef rétt- trúnaðurinn og postular hans gera mönnum meiri greiða en spíritisminn gerði Pétri Oddssyni, og gera þá að meiri mönnum og sannari. Hvort sem menn skrifa sjálfir minningar sínar eða vin- ir skrifa minningagreinar um látna vini, er þrásinnis að því vikið, að þeir hafi af eigin hæfi- leikum átt dulræna reynslu. I einni af mörgum minningagreinum um Valtý Stefánsson látinn skrifar frændi hans og samverkamaður, Sigurður Bjarna- son ritstj. m. a. þetta: Valtýr Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.