Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 12
6
MORGUNN
ekki að hafa forystu um það í stað þess að ala á einangr-
uninni, tortryggninni ?
„ . Matthías Johannessen rithöf. og ritstjóri
US.^..1.ngar sendi frá sér á liðnum vetri „Hugleiðing-
ar og viðtöl“, bók sem mikla athygli vakti,
og athygli margra ekki sízt vegna þess, hve lítið þessum
unga og gáfaða höfundi er um hvorttveggja, píetismann
og dungalismann. í bókinni segir hann skemmtilega frá
Sigmundi sál. Sveinssyni, Eyjólfi Eyfells listmálara o. fl.
dulspökum mönnum. Um fræðilegar sálarrannsóknir segir
hann: „Slíkri rannsóknastarfsemi má auðvitað ekki rugla
saman við trú, þótt mörgum spíritistum hætti til þess.
Það er herfilegur misskilningur, þó fullvissa fyrir fram-
haldslífi hljóti að renna stoðum undir kristni í landinu, ef
allt væri með felldu. Að mínu viti ætti hver góður og gegn
kristinn maður að tileinka sér og rækta með sér trúarein-
lægni og auðmýkt Ágústínusar kirkjuföður, sem skrifað
hefir eitt af öndvegisritum heimsbókmenntanna . . . En
fæstum nægir trúarsannfæring Ágústínusar, þess verða
rétttrúnaðarmenn að minnast. Sælir eru þeir í sinni trú,
en ekki betri. Flestir verða að finna, sjá. Kristur þekkti
þetta vantrúaða fólk og skildi það. Hann hjálpaði trúleys?
þess . . . Trú er nauðsynleg, en hún er ekki einhlít. Eins
og málum er nú komið, hlýtur hún að taka vísindin í þjón-
ustu sína.“ Og enn segir höf. (Matth. Jóhannessen):
a* 'i « „Engin ástæða er til að mæla bót
„Að mala ibuðina“ , . * ,
þeim, sem sifelldlega eru með hug-
ann við öll önnur plön en það, sem þeim er ætlað að lifa
á. En ætli það sé ekki hálfu verra að vera svo önnum kaf-
inn við að tóra, að mega aldrei vera að því að hugsa um
hvert stefnir? Ef för okkar væri heitið til Akureyrar á
morgun, væri óeðlilegt að við hefðum ekki þó nokkurn
áhuga á því, hvernig þar væri umhorfs......En af hverju
höfum við ekki sama áhuga á því að kynnast ástandinu í
þeirri óþekktu akureyri, sem hýsir sál okkar eftir þetta
líf ? Ef við værum ákveðin í að flytja í nýja íbúð, mundum