Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 11

Morgunn - 01.06.1963, Page 11
MORGUNN 5 því kenningafrelsi og rannsóknafrelsi, sem þeir hafa um langt skeið notið í ísl. þjóðkirkjunni? Er hugsanlegt að slík kirkja geti verið kirkja ísl. þjóðarinnar? Verða marg- ir íslenzkir menn af heilum huga í slíkri kirkju? Það er einmitt um slíka kirkju, sem ekki meiri villutrúarmaður en próf. Emil Brunner segir, að það sé ekki hægt að finna henni nokkurn stað í kenningu Jesú. F. . r Hér hefir margt verið um kirkju, rétta trú og heiðingdóm skrifað og skrafað í vetur. Og margt af miklum barnaskap. Það er víst, að allur strangleiki um kirkjusiði, kenningu og kirkjuform verður Þrándur í Götu þeirrar góðvildar, samvinnu og einingar, sem samtíð vorri er lífsnauðsyn. Allt sem verður til þess að kljúfa mannkynið í f jandsamlega flokka, er ólánsverk. Og hörmu- legast er að trúarbrögðin skuli til slíkra ólánsverka notuð. í boðun kirkjunnar gleymist það um of, að til eru fleiri lifandi trúarbrögð í dag en kristin trú. Nærfellt helming- ur mannkyns er undir áhrifavaldi hindúasiðar og búddha- dóms. Og kæmi fram voldugur siðbótarmaður, einhver Marteinn Lúther, í Kína, er engin fjarstæða að ætla að hann gæti lyft hinum forna átrúnaði Kínverja upp úr þeim öldudal, sem hann er nú fallinn í. Andspænis þeirri dapur- legu staðreynd stöndum vér kristnir menn, að meðan ekki- kristnar þjóðir í austri og suðri taka fegins hendi vest- rænni vísindamenningu, hafna þær vestrænum kristin- dómi, hlusta naumast á trúboðana eða senda þá til föður- húsanna heim, en sækja fast eftir vestrænni tæknimenn- ingu. Um ófyrirsjáanlega framtíð munu höfuðtrúarbrögð- in halda sínum áhrifasvæðum og verða að búa hlið við hlið. Þessvegna er hver sú stefna háskasamleg, sem elur á tortryggninni, einangruninni, fjandskapnum, hvort sem er milli kristnu kirkjudeildanna innbyrðis eða milli krist- indómsins og annarra trúarbragða. Forystumenn, rithöf- undar og kirkjumenn skera nú upp herör gegn kynþátta- hatrinu. En það er ekki nema ein grein þess haturs og þeirrar tortryggni, sem uppræta þarf. Ættu trúarbrögðin

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.