Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 70
í formála
bókar sinnar, Honest to God (Heiðarlegur gagnvart Guði),
sem geisilegu róti hefir komið á brezku kirkjuna, segir
höf. dr. J. A. Robinson biskup í Woolwich, Suður-London:
Ég held að á næstu árum verðum vér kallaðir til annars
og miklu stærra hlutverks en þess að klæða hinn erfða-
bundna rétttrúnað í nútímabúning. Ef trúvörn vor verður
ekki önnur en sú, er sennilegt að við verðum viðskila öllum
öðrum en fámennum flokki trúaðra manna ....
Það var ofsalega ráðist á dr. Alec Vidler fyrir erindi,
sem hann flutti í brezlca útvarpinu fyrir skömmu, en ég
held að því miður hafi lokaorð hans geymt of mikinn
sannleika, þar sem hann sagði: „Vér eigum framundan
langa leið út úr ógöngunum, svo mjög hefir verið bæld nið-
ur í kirkjunni raunverulega djúp hugsun og ráðvendni og
árvekni í hugsun“. Ég hefi enga tilhneigingu til þess að
brígsla um óheiðarleika þeim mönnum, sem aðhyllast gaml-
ar erfðahugmyndir um guðleg efni og siðgæði — ég að-
hyllist að mjög miklu leyti þessar hugmyndir sjálfur. En
ég harma ofstæki sumra þeirra, sem verja sína trú með
því, að brennimerkja sem fjandmenn þá samherja í trúnni,
sem ekki geta orðið þeim samferða um hinar gömlu hug-
myndir. Undir niðri eru þeir sjálfir engan veginn algerlega
vissir í sinni sök....
Því nær allt, sem sagt hefir verið innan kirkjunnar síð-
astliðna öld, hefir eftir á reynzt of íhaldssamt. Það sem
ég hefi verið að reyna að segja, í tilrauna- og skýringa-
skyni, kann að virðast of róttækt, og sumum kann að þykja
það hrein villutrú. Það eina, sem ég er alveg viss um, er
það, að síðari tímar muni sanna, að það, sem ég hefi sagt,
var ekki nægilega róttækt.