Morgunn - 01.06.1963, Blaðsíða 15
MOKGUNN
bæri, vel vottfest, virðast ekki geta verið úr huga lifandi
manna tekin. Það er við þessi fyrirbæri, seni sálarrann-
sóknamennirnir sumir hafa fengizt mest og talið færa
sterkar líkur fyrir, að frá framliðnum mönnum væri kom-
in. F!rá nokkrum slíkum fyrirbærum segir í grein á öðr-
um stað í þessu hefti Morguns og tekin er úr bók G.
Cummins.
I vetur áttust þeir nokkuð við í Tímanum Halldór Kristj-
ánsson bóndi og skáld á Kirkjubóli í Önundarfirði og sra
Þórbergur Kristjánsson í Bolungarvík. H. Kr. skrifaði
um spíritisma og sálarrannsóknir ágætar greinar og taldi
mjög hæpið að neita spíritistum um kristið nafn. Svar-
greinar sóknarprestsins í Bolungarvík voru gætilega skrif-
aðar, en hann virtist ekki í vafa um, að kristindómur
spíritistanna væri óæskilegur kristindómur. Er það óæski-
legt að sætta mennina við dauðann? Er
a asamui þag óæskilegt frá kristnu sjónarmiði að
knstindomur? „ , ,,,, , . * u .
gefa monnum þann lifsskilnmg, að þeir
verði meiri menn til að bera byrðar vonbrigða og vina-
missis? Er það óæskilegt að eignast þá vissu um fram-
haldslíf, sem er frumskilyrði þess að menn geti trúað á
réttlæti tilverunnar og gæzku Guðs? Er það óæskilegt frá
sjónarmiði sálusorgara og kristins prests að öðlast sann-
færingu um að lögmál orsaka og afleiðinga nær skilyrðis-
laust út yfir gröf og dauða. Er það óæskilegt að menn
öðlist slíka sannfæringu að öðrum leiðum, ef þeir geta
ekki öðlast hana með því að hlusta á stólræður í kirkju?
Þegar ritstj. Morguns las greinar hins
Petur Oddsson , ,, , D . ,
agæta soknarprests Bolvikmga, kom
honum í hug ágætismaðurinn Pétur Oddsson, höfðingi
Bolvíkinga á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, gáfumaður
og mikilmenni. Hann var mikill spíritisti og kostaði útgáfu
fyrra bindis predikana sra Har. Níelssonar. Pétur Odds-
son lifði og hrærðist í spíritiskri sannfæringu um að lát-
inn lifir, og að fyrir því væru fullgild reynslurök. Undir
ævilokin hafði þessi merkilegi maður lifað sorgir, sem