Morgunn - 01.06.1963, Page 50
44
MORGUNN
Hugsunarvilla númer 1.
Sú er hans fyrsta hugsunarvilla (og ltoma margar á
eftir), að hann telur sig engan áhuga hafa fyrir að troða
skoðunum sínum upp á mig eða aðra. Þetta stenzt ekki.
Ef svo væri, færi hann ekki að stökkva með þessa fávizku
sína í blöð, heldur geymdi hana þar sem betur hæfði í
fylgsnum sálar sinnar. Auðvitað ætlast hann til, að mark
verði á sér tekið, en ekki litið á orð hans eins og ábyrgð-
arlaust gaspur. Gæta verður hann líka þess, að það voru
ekki aðeins skoðanir, sem hann lét í ljós. Hann bar fram
ósvífnar og ástæðulausar sakir á hendur íslenzkri presta-
stétt og krafðist þess, að prestar yrðu sviptir hempunni.
Sjálfur kveinkar hann sér undan, að þessum firrum skuli
hafa verið svarað. Hann virðist ímynda sér, að sjálfur eigi
hann einkarétt á að ganga forugum fótum yfir embættis-
heiður íslenzkra presta, en þeir mega helzt ekki opna sinn
munn, til að bera af sér óhróðurinn. Og þegar honum er
sýnt fram á, að ásakanir hans eru byggðar á einskærri
vanþekkingu, hefur hann ekki mannrænu til að biðjast
hreinlega afsökunar, heldur gerir hlut sinn enn verri með
málrófi, sem engin heil brú er í. Sjálfs sín vegna geta
íslenzkir prestar svo sem látið þennan rógburð eins og
vind um eyru þjóta, en það er ekki hægt málefnisins
vegna. Þegar Sókrates og Jesús voru ákærðir fyrir að af-
vegaleiða lýðinn svöruðu þeir fyrir sig. Ákærendur, sem
á ýmsum tímum hafa hamast gegn víðsýni í andlegum
efnum, hafa sjaldan fengið gott eftirmæli. Klassískt dæmi
um það er dómur sá um Faríseana, sem ég benti S. A. M.
á í fyrri grein minni, í von um að verða mætti honum
til viðvörunar.
Er bókstafurinn form?
Eins og sýnt hefur verið fram á hér á undan, skilur
S. A. M. ekki sjálfan sig, og er þá ekki þess að vænta,