Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 15

Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 15
MORGUNN 9 En hvernig á hann að sigra dauðann? Eða getur hann aldrei sigrað hann, hvernig sem hann leggur sig fram til þess? Það er augljóst mál, að maðurinn sættir sig ekki við það að standa máttvana gagnvart valdi dauðans. Hann hlýt- ur að reyna að ráða þá duldu gátu. Hann getur ekki notið til fulls gleði lifsins, á meðan dauðinn hvílir yfir því eins og svartur skuggi. En hvernig á maður að fara að því að ráða þessa miklu gátu? Hann reynir að berjast við sjúkdóma og sigra þá hvern af öðrum. En nýir og nýir koma í staðinn. Dauðinn hefur jafnan hæsta trompið á hendinni. Jafnhliða því, sem mönn- um skilst þetta, leita þeir lausnarinnar á gátu dauðans á öðr- um sviðum. Menn snúa sér að trúarbrögðunum og heimspek- inni. Þar er huganum beint að því yfirnáttúrlega. Menn eru huggaðir með því, að til sé æðra tilverusvið og að dauðinn sé hliðið að því sviði, en það svið verði ekki skynjað með líkamlegum skynfærum. Hér er reynt að gefa mönnum full- vissu um framhald lífs eftir dauðann. En hvemig er það framhald? Getur maður öðlazt nokkra þekkingu á þeirri til- veru, sem þá tekur við? Og mundi sú þekking geta skýrt gátu dauðans til fullnustu? Kall dauðans er kall til þess óþekkta. Hann er gjörólíkur öllu öðru, sem við þekkjum. Hann samræmist engum þekkt- um lögmálum. Þess vegna er hann leyndardómur. Við get- um á ýmsan veg lagað okkur eftir því, sem við þekkjum. En dauðinn fer sínar leiðir. Er þá ekki ótti okkar við dauðann fyrst og fremst ótti við það, sem við ekki vitum hvað er? Nei. Ötti okkar er ekki fyrst og fremst við það óþekkta. Það, sem við óttumst, er að verða að láta af hendi allt það, sem við þekkjum og höfum aflað okkur. Hið óþekkta er að sínu leyti eins og tómið. Við vitum ekkert hvað þar er að óttast eða sækjast eftir. Ef við vissum það, væri það ekki að öllu óþekkt lengur. Öttinn við það, að við eigum að missa allt í dauðanum, það er megin atriðið og höfuðspurningin varðandi dauðann. Gagnvart því, sem við þekkjum, og jafn- vel þó sú þekking sé ófullkomin, kann maðurinn að geta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.