Morgunn - 01.06.1967, Síða 22
16
MORGUNN
handan við tímann og honum óháður. Dauði líkamans er
hið skapandi augnablik, hið skapandi tóm eða þögn, eða
hvað við viljum kaila það, á milli jarðlífsins og þess verðandi
og nýja, sem þá tekur við. Það mætti líka kalla hann fæð-
ingu. Og engin ástæða er til þess að ætla, að hann sé eina
skapandi tómið, eina fæðingin til nýs lífsforms okkar ódauð-
legu sálar.
Maðurinn er ávallt einn í dauðanum, einn og einmana.
Það er augnablik tómsins, þar sem ekkert er — ekki einu
sinni Guð. Þess vegna hrópaði Jesús á krossinum: ,,Guð
minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ En þegar
stund umbreytingarinnar er fullkomnuð, rís maðurinn upp
endurborinn til æðra lífs og fyllri þroska. 1 hvert skipti, sem
hann reynir eða lifir slíka stund dauðans, hefst hann á hærra
stig. Ferð hans er, eins og Plotinus orðar það, „flug hins
eina hærra og hærra til þess Eina“. Til hans, sem einn er
Guð bæði lifenda og dauðra.
Sveinn Víkingur
hefur lauslega endursagt.