Morgunn - 01.06.1967, Síða 23
Sveinn Víkingur:
Sú nauðsyn er brýnust,
að leita hins rétta
Erindi flutt n aSalfundi S.R.F.Í 1967.
☆
Ég ætla að verja þeim fáu mínútum, sem ég hef hér til
umráða, til þess að minnast örfáum orðum á bók eftir dr.
Carl A. Wickland, sem hann nefnir Thirty Years among the
Dead, er þýða mætti á íslenzku: Þrjátíu ára samband við
framliðna. Jafnframt því að vera einn af þekktustu læknum
í Bandaríkjunum, fékkst hann um f jölda ára mjög við sálar-
rannsóknir, enda var Anna, kona hans, ágætur miðill, og
störfuðu þau hjónin saman að þessum rannsóknum.
Þessi merku hjón hafa mörgum hjálpað í örvæntingu,
harmi og nauðum, með því að gefa þeim persónulegar sann-
anir fyrir framhaldi lífs eftir líkamsdauðann og sambandinu
við látna vini, og á þann veg ekki aðeins veitt þeim hina dýr-
mætustu huggun, heldur opnað þeim nýja sýn yfir tilveruna,
ný svör við vandaspurningum lífsins og dauðans, nýja bjart-
sýni, nýja huggun, nýtt þrek.
En þessi hjón telja sig einnig hafa getað orðið mörgum
þeim að ómetanlegu liði, sem flutzt hafa yfir landamæri lífs
og dauða, en ekki getað áttað sig á umskiptunum, og mörg-
um liðið hörmulega illa af þeim sökum. Um slíka hjálp nefn-
ir dr. Wickland mörg dæmi í bók sinni. Þau hjónin halda því
hiklaust fram, sem raunar er harla auðskilið, þegar um það
er hugsað, að fullkomin vantrú á lífi eftir dauðann, eða rang-
ar og fjarstæðukenndar hugmyndir um það, sem þá tekur
við, geti gert mönnum afar erfitt að átta sig, þegar yfir
kemur, og hafi í för með sér vanlíðan og þjáning, sem oft
geti varað býsna lengi.
2