Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 30

Morgunn - 01.06.1967, Page 30
24 MORGUNN ur í götu. Það hefur sagan átakanlega sýnt og sannað hvað eftir annað. Og vist er það dapurlegt tímanna tákn, að nú, á tímum vaxandi menntunar, sem við stærum okkar af, skuli hin afarvoldugu fjölmiðlunartæki, dagblöð, útvarp og sjónvarp, sem ná svo að segja hvers manns eyrum og augum, víða vera notuð bæði beint og óbeint í áróðursskyni, og verða þannig til þess, áður en menn vita af, að binda menn á klafa skoð- ana og viðhorfa, sem menn ekki hafa aflað sér með sjálf- stæðri hugsun og rólegri athugun, heldur lært utan að eins og páfagaukar fyrir sífellda endurtekningu. Þetta er hættu- legra en menn gera sér Ijóst, og því vara menn sig ekki á því sem skyldi. Og í þeim mikla hraða og óðagoti, sem einkennir þessa tíma, er það að sjálfsögðu einkar þægilegt, að láta aðra færa sér heim skoðanirnar, líkt og varning úr búð, í stað þess að verja tíma og fyrirhöfn í það að hugsa og skapa sér þær sjálfur. En til þess held ég nú samt, að okkur sé gefin skynsemi og dómgreind, að við eigum að nota þetta hvorutveggja, en ekki að ieggja það á hiiluna. Og til þess er okkur gefin sjón, að við skoðum hlutina með eigin augum, en ekki í gegnum lituð gler annara. Hvergi er þó tómlætið og hirðuleysið um sannleikann meiri nauðsyn, hvergi mikilvægara að halda vöku sinni og fordómalausri leit að því sanna og rétta, en í þvi málinu, sem mestu varðar hvern mann. En það er að gera sér grein fyrir innsta eðli okkar sjálfra, þekkja sjálfan sig og þá meira og minna duldu hæfileika og eigindir, sem í sál okkar búa, og síðast en ekki sízt, að rannsaka og fá svör við þeirri spum- ingu, hvort líf okkar er aðeins þessi fáu og að því er virðist tilgangslitlu fet frá vöggunni til grafarinnar, eða hvort það er áframhaldandi braut þroska og lifs. Svar okkar sjálfra við þeirri spurningu hlýtur öllu öðru fremur að móta líf okk- ar og breytni hér á jörð og viðhorf okkar til tilverunnar og höfundar hennar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.