Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 32
Skyggna stúlkan
☆
Hjá frú Guðnýju Vilhjálmsdóttur, Lokastíg 7 í Reykja-
vík, var um skeið stúlka norðan úr iandi, sem virtist vera
gædd allmiklum dulrænum hæfileikum, sem hún þó fór mjög
dult með og vildi jafnan sem minnst um tala. Þetta var mjög
stillt og aðlaðandi stúlka, en nafn hennar taldi frú Guðný
sig ekki hafa leyfi til að nefna í þessu sambandi.
Það mun hafa verið sumarið 1944, um verzlunarmanna-
helgina, að frú Guðnýju minnir, að hún ásamt þessari ungu
stúlku dvaldi í sumarbústað uppi við Vatnsenda. Var ætlun
þeirra að fara heim á mánudagskvöld, en njóta þangað til
hvíldar og hressingar í hinu fagra umhverfi. Heimilinu hafði
verið lokað, því fósturbörn frúarinnar höfðu öll farið úr
bænum, og ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi á mánu-
dagskvöld.
Á sunnudagskvöldið kemur stúlkan að máli við húsmóð-
ur sína og segir: „Heldurðu að þú hafir ekki einhver ráð
með það, að ég geti komizt heim í kvöld?“ Þessi spurning
kom frú Guðnýju mjög á óvænt og spurði, hvort hún væri
lasin. ,,Nei“, svaraði hún. ,,En ég veit, að ég á að fara heim“.
Þegar hún var spurð nánar um þetta og gengið á hana, svar-
ar hún að lokum: „Hann Theódór biður mig um það. Villi
kemur heim i kvöld, og það er enginn matur tilbúinn í hús-
inu handa honum“.
Vilhjálmur eða Villi var fóstursonur frúarinnar og dvaldi
þá á Þingvöllum, hjá vini sínum, og hafði ekki gert ráð fyrir
að koma fyrr en á mánudagskvöldið. Faðir hans, Theódór
Vilhjálmsson frá Rauðará, var þá látinn fyrir nokkrum ár-
um. Varð það úr, að frúin leitaði til nágranna þeirra og bað
hann að aka þeim í bæinn. Var það auðsótt mál, og komu