Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 33

Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 33
MORGUNN 27 þær heim klukkan 10 um kvöldið. Var þá heimilið lokað og að öllu leyti eins og þær höfðu við það skilið á laugardaginn. En stúlkan var viss í sinni sök. Hún fór í næsta hús og fékk þar lánað bæði brauð og mjólk og tók að útbúa kvöldverð handa fóstursyninum, þótt engar horfur væru á, að hann mundi koma. Þegar frú Guðný hafði orð á þessu við hana, svaraði hún þvi, að Vilhjálmur kæmi eftir litla stund, hraust- ur og glaður. Kvaðst hún og sjá, að Theódór, faðir hans, væri mjög ánægður yfir því, að hún hefði skilið hann rétt. Klukkan að ganga 12 um kvöldið kom Villi heim, hress og kátur. Hafði það ráðizt, að hann færi heim degi fyrr en hann ætlaði. öðru skipti var það á afmælisdegi frú Guðnýjar, hinn 14. maí, að kunningjakonur hennar, frú Svava Þórhallsdóttir og frú Laufey Vilhjálmsdóttir, heimsóttu hana siðari hluta dagsins. Stúlka sú, sem áður getur, annaðist um að hita kaffi og leggja á borð í borðstofunni. Um leið og hún kemur inn í setustofuna til þess að segja frú Guðnýju, að allt sé tilbúið, spyr hún í lægri nótum, hvar karlmaðurinn sé, sem komið hafi með frúnum. ,,Mér brá dálítið", segir frú Guðný, ,,því enginn karlmað- ur hafði verið í fylgd með konunum. Og einnig fannst mér undarlegt að sjá, að hún hafði sett fjóra bolla á borðið“. Á eftir spurði frú Guðný hana nánar um þetta. Hún kvaðst hafa séð manninn greinilega ganga með konunum inn í stofuna, og ekki verið í vafa um, að hann væri einn af gestunum. Ekki kvaðst hún hafa séð þennan mann áður, en lýsti honum greinilega fyrir mér. Kvaðst hún hafa haldið, að hann hefði vikið sér eitthvað frá í bili, þegar hún sá hann ekki með hinum gestunum í stofunni. Frú Guðnýju datt í hug eftir lýsingunni, að þarna hefði stúlkan séð Halldór Vilhjálmsson f. skólastjóra á Hvann- eyri og bróður frú Laufeyjar, og sýndi henni góða ljósmynd af honum. Ekki sagði hún, að þetta væri maðurinn, en þó væru þeir ekki ólikir í sjón, og sennilega skyldir. ,,En mér sýndist eitthvað prestslegt við þennan mann“, bætti hún við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.