Morgunn - 01.06.1967, Page 34
28
MORGUNN
Þótti þá frú Guðnýju sennilegt, að þarna hefði hún ,,séð“
Þórhall biskup Bjarnarson, föður frú Svövu. En Halldór
skólastjóri var, sem kunnugt er, bróðursonur biskupsins, og
var með þeim sterkt ættarmót.
Frú Guðný hefur skráð þessar frásagnir samtímis og at-
vikin gerðust, að vísu á laus blöð, sem nú eru glötuð, en
seinna fært þær ásamt mörgu fleiru varðandi dulræn efni í
sérstaka bók, sem hún góðfúslega hefur lánað mér. Sagnir
þessar eru hér örlítið styttar, en efni þeirra er í engu haggað.
Sveinn Víkingur.
Vormorgunn
Glitra daggir, grænkar hlíð,
glampar á silfurhvíta fossa.
Lyftir höfði fjólan fríð,
fuglar syngja ijóðin þýð.
Vorið yngir land og lýð,
líf og f jör í æðum blossa.
Sólin gefur björt og blíð
blómavörum þyrstum kossa.
S. V.