Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 38
32
MORGUNN
að reyna að ná sambandi við konu, sem látin væri fyrir
nokkrum mánuðum, en son hennar langaði mjög til þess að
fá boð frá henni, ef unnt væri.
Þegar hún fékk bréfið, var hún stödd í litlum sumarbústað
hjá vinkonu sinni. Svaraði hún bréfinu um hæl og kvaðst
mundu reyna þetta, þegar hún kæmi heim til sín. Þessu bréfi
svaraði Salter 22. ágúst. Segir hann þar, að maðurinn heiti
Major A. H. S. Coombe Tennant. Hafi hann sent sér fjögur
sýnishom af rithönd móður sinnar, og geti hún fengið þau
send síðar, ef hún vilji. Þessi sýnishorn fékk hún þó ekki í
hendur fyrr en eftir að hún hafði skrifað ósjálfrátt þrjú
fyrstu bréfin.
Stjómandi miðilsins nefnir sig Astor.
Ég mun nú birta stuttan útdrátt úr þrem fyrstu bréfun-
um. Þá hefur miðillinn engar upplýsingar fengið umfram
það, sem þegar er sagt, þ. e. að konan sé fyrir skömmu látin,
og að sonur hennar heiti Coombe Tennant og sé Major í
brezka hernum.
I. bréf (28. ágúst 1957)
„Astor er kominn. Þetta er meiri vandinn, sem þú setur
mig i. Þú biður mig að hafa upp á móður einhvers Tennants,
en ég get ekki náð í hennar bylgju, þegar ég veit ekki annað
en nafnið tómt. En þó ætla ég að reyna ...“
,,... Þetta er einkennilegt. Hér er kona, sem gefur sig að
mér af sjálfsdáðum. Hún er mjög gömul, komin yfir áttrætt,
og mjög hrum. Hún hefur misst ungan son. Hann var drep-
inn, og þá aðeins 19 eða 20 ára, held ég. Ég sé endurminn-
ingu konunnar um þennan atburð. Hún er eins og ör eftir
sár. Jæja. Hún er nú búin að hitta hann aftur eftir mörg,
mörg ár, svo að hann hefur ekki fallið í síðari heimsstyrj-
öldinni. Hann féll í fyrri heimsstyrjöldinni, segir hún. Síðan
minnist hún á þann soninn, sem er á lifi. Hann er kominn
lítið eitt á fimmtugsaldur. Og hann var henni mjög góður í
ellinni. En hún var of ráðrík og eigingjörn í ást sinni, að
henni finnst nú. En böndin á milli þeirra voru mjög traust.