Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 38

Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 38
32 MORGUNN að reyna að ná sambandi við konu, sem látin væri fyrir nokkrum mánuðum, en son hennar langaði mjög til þess að fá boð frá henni, ef unnt væri. Þegar hún fékk bréfið, var hún stödd í litlum sumarbústað hjá vinkonu sinni. Svaraði hún bréfinu um hæl og kvaðst mundu reyna þetta, þegar hún kæmi heim til sín. Þessu bréfi svaraði Salter 22. ágúst. Segir hann þar, að maðurinn heiti Major A. H. S. Coombe Tennant. Hafi hann sent sér fjögur sýnishom af rithönd móður sinnar, og geti hún fengið þau send síðar, ef hún vilji. Þessi sýnishorn fékk hún þó ekki í hendur fyrr en eftir að hún hafði skrifað ósjálfrátt þrjú fyrstu bréfin. Stjómandi miðilsins nefnir sig Astor. Ég mun nú birta stuttan útdrátt úr þrem fyrstu bréfun- um. Þá hefur miðillinn engar upplýsingar fengið umfram það, sem þegar er sagt, þ. e. að konan sé fyrir skömmu látin, og að sonur hennar heiti Coombe Tennant og sé Major í brezka hernum. I. bréf (28. ágúst 1957) „Astor er kominn. Þetta er meiri vandinn, sem þú setur mig i. Þú biður mig að hafa upp á móður einhvers Tennants, en ég get ekki náð í hennar bylgju, þegar ég veit ekki annað en nafnið tómt. En þó ætla ég að reyna ...“ ,,... Þetta er einkennilegt. Hér er kona, sem gefur sig að mér af sjálfsdáðum. Hún er mjög gömul, komin yfir áttrætt, og mjög hrum. Hún hefur misst ungan son. Hann var drep- inn, og þá aðeins 19 eða 20 ára, held ég. Ég sé endurminn- ingu konunnar um þennan atburð. Hún er eins og ör eftir sár. Jæja. Hún er nú búin að hitta hann aftur eftir mörg, mörg ár, svo að hann hefur ekki fallið í síðari heimsstyrj- öldinni. Hann féll í fyrri heimsstyrjöldinni, segir hún. Síðan minnist hún á þann soninn, sem er á lifi. Hann er kominn lítið eitt á fimmtugsaldur. Og hann var henni mjög góður í ellinni. En hún var of ráðrík og eigingjörn í ást sinni, að henni finnst nú. En böndin á milli þeirra voru mjög traust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.