Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Side 39

Morgunn - 01.06.1967, Side 39
MORGUNN 33 Hann var kornungur, þegar bróðir hans dó, og varð þá móð- ur sinni til óumræðilegrar huggunar og trausts ...“ ,,... Þú biður mig að segja, hvað hún heiti. Ég heyri Wyn eða Vin — næ ekki meiru. Og svo er hér einhver, sem enn er á lífi. Hún sýnir mér nafn hans — erfitt að ná því. Henry, eða er það Harry? Ég get ekki meira. Allt er að verða svo óskýrt ...“ Þetta eru aðeins nokkrar glepsur úr bréfinu, en fellt nið- ur það, sem minna máli skiptir. Um þetta bréf segir Ten- nant: „Móðir mín var 81 árs, er hún dó. Bróðir minn, Christo- pher, féll í orustu 3. september 1917, þá 19 ára að aldri“. Hann segir, að lýsingin á móður sinni sé rétt, það sem hún nái. Þau hafi unnað mjög hvort öðru, en því verði ekki neit- að, að gamla konan hafi verið dálítið ráðrík yfir sér. Hann var fæddur 9. apríl 1913, og því barn að aldri, þegar bróðir hans dó. Móðir hans hét Winifred, og eru því hinir þrír stafir réttir. En hann veit ekki til, að nafnið hafi verið stytt og hún kölluð aðeins Win. Sjálfur heitir hann að fornöfnum Augustus Henry. II. bréf (29. ágúst 1957) „Astor er kominn. Já. Og nú er allt öðruvísi og betra en í gær. Ég sé nú aftur gömlu hefðarkonuna, og hún sýnir mér bókstafinn W. Þar er fyrsti stafurinn í nafninu hennar. Ég nota hér orðið hefðarkona í hinni gömlu merkingu þess orðs ...“ Síðan tekur Astor að segja frá því, að hún hafi verið hátt- vís kona og menntuð, enda þótt hún væri ekki lærð, vönd að virðingu sinni í hvívetna, fremur hlédræg, en var þó all- mikil heimskona á yngri dögum og tók þá mikinn þátt í félagslífi með heldra fólki. Eitt segir hann hafa verið sér- kennilegt í fari hennar og valdið því, að hún á stundum þráði einveru og kaus ekki að stefna til mjög náinna vináttu- kynna. Hún hafði sérstaka gáfu til þess að sjá menn niður i kjölinn. Og stundum var sem lifði hún í tveim heimum. 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.