Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 40

Morgunn - 01.06.1967, Page 40
34 MORGUNN Hún segist ung hafa byrjað á því að skrifa ósjálfrátt, en gerði þó ekki mikið að því, og var þar varfærin og efagjörn. Seinna, og löngu eftir að hún giftist, varð þessi gáfa sterkari. Astor segir, að þarna séu fleiri viðstaddir. Hann kveðst sjá gamlan mann um nírætt, hámenntaðan mann af skozk- um ættum, en móðir hans hafi verið ensk. Hann er orðinn mjög hrumur, en kjarkurinn sýnist hafa verið óbilandi. Hann dó á stríðsárunum. Og hann kveðst heyra nafnið Gerald. Hann segir, að þessi maður sé á tali við Win og þau hafi verið góðir vinir. Ennfremur segir Astor, að ungur mað- ur birtist, Francis að nafni, er hafi dáið af slysförum er- lendis, hann hafi hrapað og hafi það gerzt eitthvað i sam- bandi við íþróttir. Win verður mjög fegin að hitta hann. Þau hafi þekkzt og talazt við margoft undir einhverjum einkennilegum og óvenjulegum kringumstæðum. Hér er aðeins lauslega endursagt meginefni bréfsins. Um þetta bréf segir Tennant, að það, sem þar segir um móður hans, sé yfirleitt rétt. f dagbók hennar frá 1902 segir frá því, að hún hafi um þær mundir tekið virkan þátt í félagslífinu í Lundúnum, sat þar í fínum veizlum, var í ferðalögum, og tók þátt i kappreiðum. Þar segir hún svo meðal annars: „Hvernig getur nokkrum dottið í hug að dvelja degi lengur í sveit á Englandi að vetrarlagi, ef hann getur hjá því kom- ist? Það er viðurstyggð auðnar og einstæðingsskapar . . . Ég fer til Lundúna á morgun, Guði sé lof!“ Tennant segir: „Þrá móður minnar til einveru var mjög ríkur þáttur í eðli hennar. Stundum vildi hún enga gesti sjá, jafnvel þótt væru kunningjar hennar. En hún sagði mér aldrei frá því, hvernig á þessu stæði. Hann kveðst ekki vita, hvort það sé rétt, að hún hafi iðkað ósjálfráða skrift þegar á barnsaldri. „Ég hef haldið, að hún hafi ekki byrjað verulega á því, fyrr en eftir það, að Daphne, systir min dó árið 1908“, segir hann. Gerald W. Balfour jarl var fæddur 1854 og dó 1944. Það er rétt, að hann var skozkur í föðurætt, en móðir hans var ensk. „Hann var góður vinur móður minnar“, segir Ten-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.