Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Síða 43

Morgunn - 01.06.1967, Síða 43
MORGUNN 37 vikið, að frú Willett eigi nokkuð skylt við frú Tennant og því síður, að þær séu ein og sama konan. Skylt er að viðurkenna það, að öll þau atriði varðandi frú Tennant í þeim þrem bréfum, sem getið hefur verið hér að framan, voru fyrir hendi í vitund sonar hennar og sennilega einnig Salters að nokkru leyti. Sonurinn gat að sjálfsögðu ekki vitað um það, að allar þær upplýsingar, sem fram koma í bréfunum varðandi móður hans, væru réttar, nema vegna þess, að honum var þetta allt kunnugt. Sú skýring er því engan veginn útilokuð, að G. Cummins hafi getað lesið í hug Tennants, sem hún þá aldrei hafði séð, og heima átti í öðru landi, en sennileg er hún ekki. Aðeins í þessum þrem stuttu bréfum koma fram svo mörg rétt atriði og svo nákvæm lýsing á ævi og einkennum frú Tennant, að ég veit að minnsta kosti engin dæmi til þess, að hingað til hafi verið unnt að sanna né heldur færa frambærilegar líkur fyrir því, að fjarhrif á milli lifandi manna hafi átt sér stað í svo ríkum mæli. 1 þessu sambandi skiptir það þó nærri því ennþá meira máli og hefur ennþá sterkara sönnunargildi, að hver sá, sem les þessi 40 bréf með vakandi athygli, hlýtur að finna, að að baki þeim er svo heilsteyptur og skýr persónuleiki, sem þó er um leið raunsannur að sögn þeirra, sem þekktu frú Tennant, að með öllu er óhugsandi, að G. Cummins sjálf hefði getað búið hann til vitandi vits, líkt og rithöfundur býr til ákveðnar persónur í skáldsögu. Andstæðingum spiritismans er gjarnt að grípa til þeirra fullyrðinga, að miðlar séu ekkert annað en ótíndir loddarar, sem vísvitandi grípi til alls konar svika og blekkinga til þess að nota sér trúgirni fólks. Þeir eru ósparir á að halda því á loft, að svik hafi sannazt á ýmsa þeirra, og taka allar sögu- sagnir þar um sem góða og gilda vöru og eru þar allt annað en kröfuharðir um sannanir. Mér mundi því engan veginn koma á óvart, þótt einhverjir kynnu að segja, að Geraldine Cummins hafi að öllum líkindum sjálf samið þessi bréf í blekkingarskyni. Henni hafi tekizt að afla sér áður upplýs-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.