Morgunn - 01.06.1967, Page 47
Samhljómur hnattanna
☆
Það mun hafa verið sumarið 1946, að ég gekk eitt sinn
upp Hofsvallagötuna. Ég var rétt kominn yfir Hávallagöt-
una, þegar öll hugsun hvarf, og ég vissi ekki af mér. Ég
heyrði þá dimma og óþjála karlmannsrödd kalla: ,,Sam-
hljómur hnattanna.“
Þá heyrði ég allt í einu eins og hljómþrumu óteljandi radda
eða hljóma. Það tók hver röddin við af annari, frá þeim
björtustu og veikustu, til þeirra dimmustu og drynjandi. Þó
var eins og fullkomið samræmi væri, aðeins virtist eins og
tónarnir risu og hnigu í fullkomnum takt, svo að samhljóm-
urinn var fullkominn.
Þetta hvarf. En þá bar fyrir mig dúk, sem leið lárétt í
loftinu framhjá. Það var eins og þar væri raðað litaþráðum,
öllum litum, frá þeim ljósustu til þeirra dekkstu, svo full-
komið samræmi virtist. Jaðrarnir risu eða hnigu til skiptis,
en leituðu jafnvægis aftur, svo dúkurinn var láréttur.
Svo hvarf þetta, og ég var aftur með öllu ráði. Þetta
hefur staðið örstutt, því ég hafði aðeins mjakazt áfram
nokkra metra. .
Úr líkamanum.
Það var um vor og nóttin björt. Ég lá glaðvakandi í rúm-
inu, gat ekki sofnað. En konan og börnin sváfu.
Ég er þá allt í einu kominn út á gólf, og sá sjálfan mig
liggja í rúminu. Ég skildi ekkert í þessu. Ég fann enga mót-
stöðu, þegar ég ætlaði að stíga á gólfið, það var eins og ég
væri í lausu lofti. Ég varð ofsahræddur, hélt að ég væri dauð-
ur. 1 ofboði reyndi ég að komast aftur í líkamann, og rankaði