Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 48

Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 48
42 MORGUNN þá við mér. Ég var glaðvakandi eins og áður og ekkert am- aði að mér, nema hvað ég hafði nokkurn hjartslátt. Það var í annað sinni, að ég lá í rúminu andvaka. Inni var bjart. Ég var þá kominn úr líkamanum, og sá mig í rúminu. Mér varð ekkert um það, varð ekki hræddur. Allt í einu var ég á gangi eftir malarbornum gangvegi. Það var smámöl. Þetta virtist vera í fjallshlíð, sem var vax- in lágu kjarri, ólíku því, sem ég hef séð. Þarna var alveg kyrrð, bjart yfir og loft létt og milt. Þó var ekki mjög heitt, og eins og móða í loftinu. Ég gekk í hægðum mínum eftir veginum, og sá þá koma á móti mér konu, sem var klædd eins og Austurlanda kon- ur. Hún var svarthærð, og hárið uppsett og greitt, eins og ég hef séð á myndum af japönskum konum. Ég gekk til konunnar og ávarpaði hana á ensku. Mér fannst það auðvelt og eðlilegt, þó ég kynni lítið í þvi máli. Hún svaraði mér aftur á sama máli. En þá var ég aftur í rúminu mínu, glaðvakandi eins og áður. Lækning? Það var seinni hluta vetrar 1927. Ég var þá mjög veikur, hafði verið rúmliggjandi á þriðja ár. Læknarnir voru hættir að koma, munu hafa talið mig af. Enda hafði mér verið gefið í skyn, að ég ætti ekki eftir nema tvo mánuði, og var langt liðið á þann tíma. Ég var ákaflega hræddur við dauð- ann og þráði að lifa. Þá kom til min María Þorvarðardóttir, ömmusystir mín, og með henni Andrés Andrésson klæðskeri, sem hún hafði beðið að hjálpa mér. María heitin var eins og amma mín, að hún mátti ekkert aumt sjá né vita, öðruvísi en reyna að hjálpa. Andrés féll fljótt í einhvers konar miðilsástand. Það var eins og hann réði ekki yfir líkamanum, heldur slettist til, og það snörlaði í honum. Allt í einu greip hann í hönd mína og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.