Morgunn - 01.06.1967, Page 58
52
MORGUNN
Hrakningar Þorsteins í Götu.
Gata nefndist býli í landi Skeggjastaða. Þar bjó bóndi sá,
er Þorsteinn hét og fór oft á heiðar um vetur á hreindýra-
veiðar. Einhverju sinni bar svo til, er hann hafði náð einu
dýri, að á skall bleytuhrið, og sá naumast handaskil. Tók
hann með sér feld dýrsins og annan bóginn. Kom svo fljót-
lega, að hann villtist og vissi ekki hvar hann fór. Er sagt, að
hann hafi legið úti í níu dægur. Skýldi hann sér með feldin-
um, en nærðist á hreindýrsbóginum. Var hann mjög mátt-
farinn, er hann að lokum komst til bæja innst í Norðurdal,
og hafði þá tapað bæði feldinum og bóginum.
Valgerður hét kona Þorsteins. Varð hún að vonum hrædd
um bónda sinn, og brauzt í hríðinni næsta dag heim að
Skeggjastöðum að hitta Ingunni. En Ingunn hughreysti
hana og sagði: „Vertu róleg, því enn er Þorsteinn lifandi,
og getur betur úr ræzt en á horfist. Hefur hann eitthvað
tvennt meðferðis, sem ég veit ekki hvað er, en af því hefur
hann skjól og næringu."
Aldrei efaðist Ingunn um, að Þorsteinn væri á lífi, þótt
aðrir teldu hann af. Hughreysti hún Valgerði jafnan og kvað
ekki ástæðu til að örvænta. Og þar kom, að hún sagði: ,,Nú
er Þorsteinn kominn til manna og honum borgið með Guðs
hjálp, en nær var ekið, og misst hafði hann þá bæði skjólið
og næringuna.“ Valgerður spurði þá, hvar hann mundi nið-
ur kominn. „Ekki veit ég það með vissu, en geta mín er, að
hann sé nú á öðrum hvorum bænum, Kleif eða Egilsstöðum."
Allt reyndist þetta rétt. Óiafur bóndi á Kleif fann Þorstein
illa til reika og nokkuð kalinn á fótum, og gat komið honum
heim til bæjar og hjálpað honum. Fór kona Þorsteins sjálf
þangað og ók honum heim á s!eða.
Hvannaræturnar.
Rollant hét einn sona Þorsteins í Götu. Hann átti heima
á Sturluflöt, er þetta gerðist. Dag einn kom hann að Víði-
völlum fremri, en þar dvaldi þá Ingunn um tíma hjá Guð-