Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 58

Morgunn - 01.06.1967, Page 58
52 MORGUNN Hrakningar Þorsteins í Götu. Gata nefndist býli í landi Skeggjastaða. Þar bjó bóndi sá, er Þorsteinn hét og fór oft á heiðar um vetur á hreindýra- veiðar. Einhverju sinni bar svo til, er hann hafði náð einu dýri, að á skall bleytuhrið, og sá naumast handaskil. Tók hann með sér feld dýrsins og annan bóginn. Kom svo fljót- lega, að hann villtist og vissi ekki hvar hann fór. Er sagt, að hann hafi legið úti í níu dægur. Skýldi hann sér með feldin- um, en nærðist á hreindýrsbóginum. Var hann mjög mátt- farinn, er hann að lokum komst til bæja innst í Norðurdal, og hafði þá tapað bæði feldinum og bóginum. Valgerður hét kona Þorsteins. Varð hún að vonum hrædd um bónda sinn, og brauzt í hríðinni næsta dag heim að Skeggjastöðum að hitta Ingunni. En Ingunn hughreysti hana og sagði: „Vertu róleg, því enn er Þorsteinn lifandi, og getur betur úr ræzt en á horfist. Hefur hann eitthvað tvennt meðferðis, sem ég veit ekki hvað er, en af því hefur hann skjól og næringu." Aldrei efaðist Ingunn um, að Þorsteinn væri á lífi, þótt aðrir teldu hann af. Hughreysti hún Valgerði jafnan og kvað ekki ástæðu til að örvænta. Og þar kom, að hún sagði: ,,Nú er Þorsteinn kominn til manna og honum borgið með Guðs hjálp, en nær var ekið, og misst hafði hann þá bæði skjólið og næringuna.“ Valgerður spurði þá, hvar hann mundi nið- ur kominn. „Ekki veit ég það með vissu, en geta mín er, að hann sé nú á öðrum hvorum bænum, Kleif eða Egilsstöðum." Allt reyndist þetta rétt. Óiafur bóndi á Kleif fann Þorstein illa til reika og nokkuð kalinn á fótum, og gat komið honum heim til bæjar og hjálpað honum. Fór kona Þorsteins sjálf þangað og ók honum heim á s!eða. Hvannaræturnar. Rollant hét einn sona Þorsteins í Götu. Hann átti heima á Sturluflöt, er þetta gerðist. Dag einn kom hann að Víði- völlum fremri, en þar dvaldi þá Ingunn um tíma hjá Guð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.