Morgunn - 01.06.1967, Side 68
Ritstjórarabb
☆
Biskupar
í sjónvarpi,
Samhliða því, er biskupar hér voru að ræða í
sjónvarpinu um mítur og messusiði, kom dr.
Mervyn Stockwood biskup í Southwork fram
í brezka sjónvarpinu til þess að svara spurningum sendum
sjónvarpinu varðandi trúmál og kirkjumál.
Fyrsta spurningin, sem beint var til biskupsins, var þessi:
,,Er til líf að loknu þessu, og eigum við maðurinn minn
sálugi eftir að sjást og finnast?“
Þessari spurningu kvaðst biskup hiklaust svara játandi.
f fyrsta lagi vegna þess, að hann væri kristinn. Og í öðru
lagi sökum þess, að hann hefði um mörg ár haft áhuga á
sálarrannsóknum, enda þótt þær þurfi alls ekki nauðsynlega
að vera í tengslum við trúna. Síðan sagði biskup orðrétt:
,,Ég er viss um, að menn lifa af líkamsdauðann, vegna þess,
að fyrir því hef ég fengið þær
sannanir, sem hafa sannfært
mig um það. Ég hef sjálfur haft
samband við þá. En hvernig
framhaldslífinu er háttað hin-
um megin og hvaða lögmálum
það er háð, um það verður hver
og einn að aðhyllast það, sem
honum finnst sennilegast.“
Hann kvaðst líta á líkams-
dauðann sem fæðingu til lífs í
þeirri veröld, sem við tekur.
Dr. Mervyn Stockwood