Morgunn - 01.06.1967, Page 72
66
MORGUNN
bundna hugsun (linguistic thought) héldi áfram, eftir að
heili mannsins væri orðinn óstarfhæfur í dauðanum.
Hann viðurkennir það fúslega, að enda þótt hann hafi um
langt árabil kostgæfilega reynt að kynna sér sálarrannsókn-
irnar, hafi hann þó aldrei setið venjulegan miðilsfund. Hins
vegar segist hann hafa kynnzt konu, frú Wedgewood að
nafni, sem gædd hafi verið dulrænum hæfileikum. Hjá henni
sannfærðist hann gjörsamlega um það, að fjarhrif eiga sér
stað. 1 áðurnefndri bók sinni, segir hann um þessa konu, að
hún hafi sagt sér frá svo merkilegum hlutum, að enda þótt
þeir hafi ekki beinlínis vísindalegt gildi og verið einkum per-
sónulegs eðlis, hafi þeir eigi að síður verið mjög merkilegir
og auðgað sig að reynslu, sem ekki var síður raunveruleg, en
sú þekking, sem hann hafi öðlazt í sjálfum náttúruvísind-
unum.
Af þeim fyrirbærum, sem sálarrannsóknirnar fjalla um,
þykir honum hin ósjálfráða skrift og „víxlskeytin" svo-
nefndu einna merkilegust. Um þetta segir hann:
„Hér er ekki nema tvennt til: Annað hvort er um það að
ræða, að einhver hluti persónuleikans lifir af líkamsdauð-
ann, eða þá, að sá, sem skrifar ásjálfrátt, kemst vegna fjar-
hrifa í miklu nánara samband við undirvitund annara lifandi
manna, en nokkur dæmi eru ennþá til um að átt hafi sér
stað í öllum þeim miklu og mörgu tilraunum, sem vísindin
hafa hingað til gert varðandi fjarhrif á milli lifandi manna.
Þess vegna er það sannfæring mín, að það eigi að halda
áfram að rannsaka þessi fyrirbæri fordómalaust og með
opnum huga, en þó jafnframt fullkominni varúð og gát.“
Að lokum sagði prófessorinn, að sér fyndist það hvorki
óhugsandi né óskiljanlegt, að sá hluti persónuleika okkar,
sem í jarðlífinu birtist á bak við orð okkar, geti einnig kom-
ið fram eftir líkamsdauðann og gert vart við sig með því að
nota talfæri miðils, eða hönd þess, sem ritar ósjálfrátt. 1 því
sambandi minnir hann á það, að listamanninum veitir auð-
veldar að túlka hug sinn og tilfinningar í litum, línum og
tónum, heldur en í töluðum orðum. Og að dulspekingurinn