Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 83
MORGUNN
77
Fór stjórnarkjör fram á fundinum samkv. hinum breyttu
lögum, og hlutu þessir kosningu:
Guðmundur Einarsson, verkfræðingur.
Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður.
Magnús Guðbjörnsson, verzlunarmaður.
Otto Michelsen, forstjóri.
Sveinn Ólafsson, skrifstofumaður.
Varamenn:
Leifur Sveinsson, lögfræðingur.
Ólafur Jensson verkfræðingur.
Endurskoðendur:
Halldór V. Sigurðsson, lögg. endurskoðandi.
Ingimar Jóhannesson, kennari.
Hin nýkjörna stjórn hefur skipt með sér verkum þannig:
Formaður: Guðmundur Einarsson.
Ritari: Guðmundur Jörundsson.
Gjaldkeri: Magnús Guðbjörnsson.
Samþykkt var á fundinum, að hækka árgjald félagsmanna
í krónur 100.00. En fyrir þá félagsmenn, sem einnig eru
kaupendur Morguns, er árgjaldið alls krónur 175.00.
Á Akureyri hefur verið starfandi Sálarrannsóknafélag
um mörg ár, og er áhugi manna mikill og góður norður þar
á þessum málum. Víðar mun stofnun slíkra félaga vera í
undirbúningi, og er það vel. Æskilegt væri, að félagið hér
hefði meira og nánara samstarf við systurfélagið á Akur-
eyri, og efndi einnig til tengsla við þau Sálarrannsóknafélög,
sem kynnu að verða stofnuð á næstunni. Væri og Morgni
sérstök ánægja, að flytja frásagnir um störf slíkra félaga,
og leyfir ritstjóri Morguns sér að óska þess að mega fá og
birta fréttir af starfsemi þeirra.
Fimmtudaginn 25. maí var í Hafnarfirði haldinn stofn-
fundur Sálarrannsóknafélags þar, og verður það í nánum
tengslum við S.R.F.l. 1 Hafnarfirði virðist vera fyrir hendi