Morgunn - 01.06.1967, Page 84
78
MORGUNN
mikill og almennur áhugi á þessum málum. Stofnendur fé-
lagsins voru á milli 80 og 90, og sennilega munu á næstunni
margir bætast í þann hóp.
Á fundinum var kosin bráðabirgðastjórn, sem á að semja
uppkast að lögum fyrir félagið, sem síðan verður lagt fyrir
nýjan fund, sem haldinn verður bráðlega. Verður þar að
fullu gengið frá stofnun félagsins, lög þess samþykkt og
kosið í stjórn þess.
Formaður Sálarrannsóknafélags fslands, Guðmundur
Einarsson verkfræðingur, mætti á fundinum, skýrði frá til-
efni hans og tildrögum þess, að félagsstofnunin var ákveðin.
Fundarstjóri var Eiríkur Pálsson lögfræðingur og fyrrver-
andi bæjarstjóri í Hafnarfirði, en ritari fundarins var Oliver
Steinn forstjóri bókaforlagsins Skuggsjá í Hafnarfirði. — 1
fundarlok flutti ritstjóri Morguns, Sveinn Víkingur, erindi.
Það spáir vel fyrir þessu nýja félagi í Hafnarfirði, að
meðal stofnenda þess eru tveir af þekktustu miðlum lands-
ins, þau Hafsteinn Björnsson og Margrét Thorlacius frá
öxnafelli, en hún er, eins og kunnugt er, gædd mikilli dular-
gáfu og lækningahæfileikum.
Loks er þess að geta, að enski miðillinn Horace Humbling
er nýlega kominn hingað til lands á nýjan leik á vegum
S.R.F.l. Mun hann sennilega dveljast hér í hálfan mánuð
og hafa nokkra fundi í Reykjavík og einnig á Akureyri og
í Hafnarfirði og ef til vill víðar. Hefur þetta ráðizt vegna
þess hve mikill áhugi og aðsókn var að fundum hans, er
hann var hér á ferðinni í vetur.