Morgunn


Morgunn - 01.12.1973, Side 6

Morgunn - 01.12.1973, Side 6
84 MORGUNN með „stórmennskubrjálæði“ eða eitthvert annað óeðli eða geð- veiklun. Staðreyndir hafa meira að segja sýnt að til eru þeir, sem líta svo á, að ég sé sjálfur „andkristur“, „falsspámaður“ eða þess háttar. Þetta fólk hefur smám saman látið sefjast af þeirri skoðun eða bundið sig rígfast við hana, að hinar svokölluðu „opinber- anir“ séu fyrirbæri, sem aðeins verði tengd við persónur biblí- unnar fyrr á tímum. Þótt prédikað hafi verið í samræmi við vit- undarstig þessara manna árþúsundum saman frá prédikunar- stólum í borgum og sveitum, frá ræðustólum undir berum himni í skógum og á ströndum, á götum og torgum, og 'hrópað til mannanna, að „andi Guðs sveif yfir vötnunum“, — „Guð talaði“ til Adams og Evu, — „Guð talaði“ við Móse, — „Guð talaði“ til spámannanna, — Jesús „ummyndaðist“ á fjallinu, — postulamir urðu „yfirskyggðir heilögum anda“, er birtist sem „eldlegar tungur yfir höfðum þeirra“, — Páll „sveipaðist hvítu ljósi“ á leiðinni til Damaskus o. s. frv., — þá munu flest- ir á þessu sama vitundarstigi verða síðastir manna til að skilja, síðastir til að trúa því, að slíkir atburðir gætu alveg eins vel átt sér stað nú á dögum, gætu gerzt hér mitt á meðal vor á hinni nýtízkulegu og vísindalegu tækniöld. Fólki þessa vitundarstigs finnst það ofur eðlilegt, að „andi Guðs“ birtist Móse í mynd „brennandi þymirunnans“ og „hið hvíta ljós“ leiftraði um Pál. Þótt sá fyrrnefndi væri morðingi og hinn síðarnefndi harðsnúinn andstæðingur og ofsækjandi Krists, eru menn óbifanlegir í trúnni á sannindi þessara frá- sagna. En komi maður fram í dag og segi frá því, að hann hafi verið „yfirskyggður heilögum anda“, að „hann og faðirinn séu eitt“, að hann hafi sjálfur orðið „vegurinn, sannleikurinn og lífið“, verður honum ekki trúað, heldur þvert á móti hneyksl- ast á honum, jafnvel hversu heiðarlegur og hreinlífur sem hann er, — jafnvel þótt hann geti stutt staðhæfingu sína vís- indalegum rökum. En þetta er alveg eðlilegt. Með tilliti til rökhugsunar og greininga á trúarlega sviðinu eru þessir menn ekki ennþá frjálsir. Þeir eru ekki ennþá svo sjálfstæðir, að þeir þori að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.