Morgunn


Morgunn - 01.12.1973, Side 32

Morgunn - 01.12.1973, Side 32
110 MORGUNN Og veslings Steinunn, sem hefur orðið að grípa til sjálfslyg- innar af því að hún getur ekki horfzt í augu við jökulkaldan sannleikann: að Loftur ann henni alls ekki og hefur einungis girnzt hana líkamlega. Já, hún grípur enn til sjálfsblekkingar- innar, þrátt fyrir hinn voðalega seið, sem Loftur var að því kominn að fremja gegn henni, og varpar sér fyrir fætur hans í allri auðmýkt ástar sinnar í þessari fögru ræðu: „Ég var hrædd um að það væri vegna mín. Ég hef unnað þér svo heitt. Ég skammast mín að segja frá þvi, en ég hef óskað þess, að þú yrðir veikur, og að ég fengi að hjúkra þér. Ég skyldi hafa vak- að yfir þér dag og nótt. Þú trúir mér ekki, en ég hef grátið af hamingju. Ég sá einu sinni engjareit, gráan af þurrki grænka á einni einustu nóttu. Vott grasið grét af gleði. Við skulum berjast i sameiningu á móti valdi hins illa. Þegar ég ferðast ein í myrkri er ég hrædd, en tvær manneskjur þurfa ekkert að óttast“. Og svo minnist hún þess, að hún ber ham hans undir brjósti, þótt stolt hennar hafi bannað henni að segja honum það á meðan hann er henni enn fráhverfur. Hún segir: „Mér hefur verið sagt, að allt óhreint hopi fyrir þeim, sem leiðir barn. Loftur“. En hugur hins innhverfa ungmennis er í órafjarlægð frá ástardraumum vesællar vinnustúlku. Hið fjarræna dularfulla svar hans er: „Ég ætti að búa fjarri öllum mönnum. Menn- irnir trufla mig. Hið ókunna hvíslar aldrei að mér nema þeg- ar ég er einn. Það hrökkva skærastir neistar af steinunum, þeg- ar þeim er slegið saman í myrkri. Einveran er myrkrið mitt. .. Minar óskir eru voldugar og takmarkalausar. Og í upphafi var óskin. Öskirnar eru sálir mannanna“. Vart er hægt að hugsa sér ólíkari persónur en Steinurmi í Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar og Margréti í Fást Goethes. Sú síðarnefnda heittrúuð, fróm og sakleysið holdi klætt, en Steinunn hin blóðheita, ástríðuþrungna islenzka kona íklædd brynju norræns stolts og meðvitundar um mannlegt gildi sitt; í ætt við Guðrúnu Ösvífursdóttur. Það eina, sem þess- ar eftirminnilegu konur hafa sameiginlegt er, að ást þeirra er þeim banvæn, leiðir báðar í örvæntingu, glötun og dauða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.