Morgunn - 01.12.1973, Side 81
FÉLAGSFRÉTTIR
159
hið mikilvæga hlutverk manna eins og Peales. Hann kennir í
bókum sinum, hvernig hægt er að bregðast við vandamálum
lífsins og hvernig hægt er að komast í samband við óþrjótandi
orkulindir guðdómsins. Og þetta gerir hann á frábærlega ein-
faldan og ljósan hátt, svo allir gætu tileinkað sér það, sem
þiggja vildu. Er til verðugra verkefni?
SVEINN ÓLAFSSON, VARAFORSETI SRFÍ:
FÉLAGSFRÉTTIR
. Eins og getið var um í síðasta hefti Moreuns,
Miðilsstarfsemi. , ”"... Al , ,, . , , ,
stariaði Hjorg Olaisdottir 1 sumar uti um land
á vegum ýmissa systurfélaga SRFÍ. Dvaldi hún á Selfossi 11.
til 22. júní, á Akureyri 25. júní til 6. júlí, á Eskifirði, Fáskrúðs-
firði, Norðfirði og Egilsstöðum 6. til 31. ágúst, á Sauðárkróki
3. til 14. september og á ísafirði 17. til 28. september. — Eins
og af þessari upptalningu má sjá er hér um víðtækt starf að
ræða, sem útheimtir mikil ferðalög og stendur SRFÍ og systur-
félög þess, sem notið liafa starfskrafta Bjargar Ólafsdóttur, í
mikilli þakkarskuld fyrir fórnfúst starf hennar, sem margir
þannig hafa notið góðs af. Hi'm hefur nú aftur hafið starf hér í
Reykjavík með sama hætti og áður. — Er tekið á móti pöntun-
um á fundi hjá henni í skrifstofusima SRFÍ 18130, kl. 5—7 e.h.
alla mánudaga til fimmtudags, en pantaðir aðgöngumiðar síð-
an afhentir i skrifstofunni á föstudögum kl. 5—7 e.h.
Þá var ákveðin ný heimsókn frú .Toan Reid í byrjun nóvem-
ber og starfaði hún með sama hætti og óður um sex vikna skeið.
lýst um þessa heimsókn og aðgöngumiðar afgreiddir til félaga,
sem að sjálfsögðu sitja fyrir áður en aðrir koma til greina.
Svo sem verið hefur starfar Jónína Magnúsdóttir, miðill, á