Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 5
Ávarp til lesenda.
Með þessum árgangi Búfræðingsins hefst nýr þáttur í efnisvali
lians. Undanfarin ár hefur hér á landi verið tilfinnanlegur skortur
á liandhægri bók í jarðræktarfræði, er nota mætti jöfnum höndum
við bændaskólana og til leiðbeiningar fyrir bændur við jarðyrkju-
störf. Iiins vegar voru ýmsir annmarkar á þvi að gefa slíka bók út
á næstunni. Útgáfustjórn Búfræðingsins gerði þvi Búnaðarfélagi
íslands tilhoð um að taka áriega, nú i nokkur ár, vissa kafla um
jarðrækt í Búfærðinginn gegn nokkrum styrk og með því að láta
Búnaðarfélaginu i té sérprentanir af þessum köflum. Hafa tekizt
samningar um þetta að þvi er fyrsta kaflann snertir, en það er rit-
gerð sú, er birtist í þessum árgangi Búfræðingsins um framræslu og
ávcitur, eflir Pálma Einarsson ráðunaut. Fyrirhugað er, að næsta
ár komi ritgerð um búfjáráburð eftir Guðmund Jónsson, kennara
á Hvanneyri og ef til vill ritgerð um tilbúinn áburð eftir Iíristján
Karlsson, skólastjóra á Hólum. Síðan er ætlazt til að komi ritgerð
um nýrækt, væntanlega samin af Ólafi Jónssyni, framkvæmdastjóra
á Akureyri, og þannig verður liver kafli tekinn af öðrum, eftir því
sem rúm og aðrar ástæður leyfa. En ritgerðir þessar munu ekki
verða látnar þrengja svo að öðru efni Búfræðingsins, að til skaða
megi teljast. Er yfirleitt ætlazt til, að kaflarnir verði árlega 5—0
arkir að slærð, en ritið verður stækkað um nokkuð af þessu rúmi.
Um leið og áðurnefnd útgáfa liefst, sjáum við okkur bag í því að
minnka letur ritsins, vegna mjög hækkandi pappírsverðs. Sumt i
grein Pálma Einarssonar er prentað með smáu letri, og svo er einnig
um sumar aðrar greinar i blaðinu. Teljum við þetta mjög til sparn-
aðar og einnig til liægðarauka fyrir lesendur, þvi að þegar löng grein
er prentuð með misstóru letri, j)á er auðveldara fyrir lesandann að
lileinka sér það, sem höfundur telur að bafi mesta bagnýta þýðingu.
Ritið stækkar nú um þrjár arkir frá því sem verið hefur, úr 10
upp í 13 arkir. Og þar sem letrið liefur verið smækkað eins og áður
er sagt, þá má telja, að lesmálið aukist að minnsta kosti um 50%
móts við það, sem verið hefur. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu
og aukna dýrtið sjáum við okkur fært að halda verði ritsins mjög
niðri og bækka það aðeins um 1,00 kr. frá þvi sem verið hefur. Þetta
sjáum við okkur fært án þess að stofna fjárliag þeirra félaga, er
standa að útgáfu Búfræðingsins, á nokkurn bátt í voða. Þá hefur